
Meistararnir spila heimaleik í Árbæ því KSÍ bannaði skipti
Íslandsmeistarar Breiðabliks spila næsta heimaleik sinn ekki á Kópavogsvelli heldur í Árbæ, í Bestu deild karla í fótbolta.
Íslandsmeistarar Breiðabliks spila næsta heimaleik sinn ekki á Kópavogsvelli heldur í Árbæ, í Bestu deild karla í fótbolta.
Breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en ef marka má gott gengi Þórs/KA á undirbúningstímabilinu þá hafa breytingarnar á Akureyri aðeins verið af hinu góða. Vísir gengur svo langt að spá þeim í efri helming Bestu deildar kvenna í sumar, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2019.
Eftir að hafa lent í 5. sæti á síðustu leiktíð, og leiktíðina þar á undan, þá dreymir Selfyssinga um að taka skref fram á við. Þolinmæði er hins vegar dyggð og það þurfa Sunnlendingar að muna gangi spá Vísis eftir.
Þróttur hefur samið við kanadísku knattspyrnukonuna Tanya Boychuk. Hún er 22 ára framherji sem fengið hefur félagaskipti í Þrótt og getur því spilað með liðinu gegn FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar næsta miðvikudag.
Tvö lið í Bestu deildinni í fótbolta hafa sótt sér markmann til Bandaríkjanna.
Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega.
Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið.
Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi.
FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa.
Breiðablik verður Íslandsmeistari og nýliðar FH halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta, samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tíu í deildinni.
Vísir var með beina textalýsingu frá kynningarfundi Bestu deildar kvenna. Á honum var spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tíu í deildinni opinberuð.
Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur.
Meistarakeppni Knattspyrnusambands Íslands í kvennaflokki fer fram í kvöld. Þar verður í fyrsta skipti keppt um „Svanfríðarbikarinn.“ Frá þessu greindi KSÍ nú rétt í þessu.
„Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma.
Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin.
Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd.
Fyrirliðar liða í Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirbúnings og vinnubragða Íslensks Toppfótbolta, ÍTF. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Bandaríski markvörðurinn Kelly Rowswell er genginn í raðir Vals frá Orlando Pride. Rowswell er ætlað að leysa Söndru Sigurðardóttur af hólmi sem lagði hanskana á hilluna í síðasta mánuði.
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna.
Brenna Lovera, einn af betri framherjum Bestu deildarinnar í fótbolta síðustu ár, er farinn frá Selfossi til bandaríska félagsins Chicago Red Stars.
„Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta.
Selfoss hefur ákveðið að senda tvo leikmenn sem áttu að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar heim á leið. Um er að ræða framherjann Mallory Olsson og markvörðinn Amöndu Leal.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum.
Stjarnan hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Þór/KA í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Stjarnan úr öllum sínum spyrnan á meðan Þór/KA brenndi af einni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Selfoss hefur fengið framherjann Emelíu Óskarsdóttur á láni frá Kristianstad út tímabilið.
„Þetta er að byrja. Besta deildin, síson tvö. Reddí?“ segir Jón Jónsson í upphafi nýrrar og bráðfyndinnar auglýsingar úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar fyrir Bestu deildina í fótbolta. Auglýsinguna má nú sjá á Vísi.
Selfoss vann 4-1 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna á Selfossi í kvöld.
Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar.
Mikenna McManus hefur gert samkomulag við Þrótt um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.
Haley Lanier Berg spilar með Valskonum í Bestu deild kvenna í sumar og hún var ekki lengi að koma sér á blað.