
Weisz leikur hjá Jackson
Rachel Weisz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, The Lovely Bones. Myndin er byggð á metsölubók Alice Seabold. Weisz leikur móður stúlku sem var rænt og síðan myrt. Getur stúlkan fylgst með fjölskyldu sinni að handan og séð hvernig missirinn breytir henni smám saman.