Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Colin From Accounts: Ástralirnir eru með þetta

Þáttaröðin Colin From Accounts laumaði sér nýlega inn á streymisveitu Sjónvarps Símans án mikils lúðraþyts. Vel má því vera að hún hafi farið fram hjá áskrifendum, en það leiðréttist hér með, hún er með því ánægjulegra í sjónvarpinu þessi misserin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Vilja fá Harry Potter á sjón­varps­skjáinn

Streymisveitan HBO Max og framleiðslufyrirtækið Warner Bros. skoða nú að setja í framleiðslu sjónvarpsþætti um galdrastrákinn Harry Potter og vini hans úr Hogwarts-skólanum. Talið er að gerð verði ein þáttaröð upp úr hverri bók um Potter eftir J.K. Rowling.

Lífið
Fréttamynd

Hlegið og grátið á frum­sýningu nýrra þátta Ragn­hildar Steinunnar

Það var tvöföld gleði í Háskólabíói síðasta fimmtudag þegar fyrsti þáttur í heimildaþáttaröðinni TVÍBURAR var frumsýndur fyrir troðfullum sal. Þættirnir eru hugarfóstur sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem eignaðist eineggja tvíbura fyrir fjórum árum með eiginmanni sínum Hauki Inga Guðnasyni.

Lífið
Fréttamynd

Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur

Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu.

Erlent
Fréttamynd

Succession er Rollsinn í sjónvarpi í dag

Fyrsti þáttur í fjórðu og síðustu seríu Succession er kominn inn á Stöð 2+. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, kallar þættina Rollsinn í sjónvarpi í dag og segir þá hafa skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri

Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Majors hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi

Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk.

Lífið
Fréttamynd

Vann bikar og Eddu sömu helgina

Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Mike Down­ey heiðraður á Stock­fish

Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynda­veisla: Stjörnu­fans og elegans á Eddunni

Edduverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks samankominn til þess að uppskera og fagna síðasta ári og að venju var öllu tjaldað til.

Lífið
Fréttamynd

Tár: Enginn grætur Lydiu Tár

Kvikmyndin Tár rétt rataði í kvikmyndahús fyrir Óskarsverðlaunahelgina síðast liðnu og hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Því miður birtist hún á sjóræningjasíðum fyrir margt löngu og mögulega margir freistast til að svindla og horfa þar. Ég mæli ekki með því, Tár er BÍÓmynd. 

Gagnrýni