Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

1917 rígheldur

Kvikmyndin 1917 í leikstjórn Sam Mendes er nú komin í kvikmyndahús. Hún fjallar um tvo hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sendir eru með skilaboð á víglínuna um að aflýsa eigi fyrirhugaðri árás en þúsundir munu látast ef af henni verður.

Gagnrýni
Fréttamynd

Í upphafi skal endinn skoða

Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins .

Gagnrýni
Fréttamynd

Sigurganga Hildar heldur áfram

Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag.

Menning