Grindavík, KR og Snæfell áfram á sigurbraut - öll úrslitin í körfunni Heil umferð fór fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en seinni umferðin er þar með farin af stað. Grindavík vann dramatískan sigur í Keflavík og er með sex stiga forskot eftir að Tindastóll fór í Garðabæinn og vann Stjörnuna eftir framlengingu. KR-ingar eru farnir að blanda sér í baráttuna um annað sætið eftir sigur í Þorlákshöfn. Körfubolti 19. janúar 2012 21:45
Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Körfubolti 19. janúar 2012 21:19
KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2012 KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni á árinu 2012 þegar þeir heimsóttu Þórsara í Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-liðið vann leikinn 80-73 og er því búið að vinna alla fjóra leiki sína síðan að liðið endurnýjaðu útlendingasveit sína. Körfubolti 19. janúar 2012 21:08
Björn Steinar tryggði Grindavík sigur í Toyota-höllinni í Keflavík Björn Steinar Brynjólfsson tryggði Grindavík 86-85 sigur á Keflavík í 12. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld með því að skora þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Grindvíkingar halda því fjögurra stiga forskoti á toppnum og eru nú komnir með sex stigum meira en Keflavík sem er í 3. sætinu. Körfubolti 19. janúar 2012 21:02
Helgi Jónas og Govens valdir bestir Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag. Körfubolti 18. janúar 2012 15:16
Grindavík þarf ekkert að borga fyrir Pettinella | Er huldumaðurinn pabbi hans? Ryan Pettinella er aftur orðinn leikmaður Grindavíkur í boði ónefnds fjársterks aðila. Grindvíkingar þurfa ekkert að greiða fyrir kappann. Körfubolti 18. janúar 2012 15:16
Þriðji Kaninn til liðs við Hauka Karlalið Hauka í Iceland Express-deildinni hefur bætt við sig þriðja Bandaríkjamanninum fyrir seinni hluta mótsins. Leikmaðurinn heitir Aleek Pauline og er leikstjórnandi. Körfubolti 17. janúar 2012 14:00
Pettinella aftur í Grindavík? Bandaríkjamaðurinn Ryan Pettinella er mögulega aftur á leið til Grindavíkur en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Körfubolti 17. janúar 2012 13:45
Emil með sigurkörfuna í Stjörnuleiknum - Höfuðborgarsvæðið vann Emil Þór Jóhannsson, leikmaður KR, tryggði liði Höfuðborgarsvæðsins 142-140 sigur á Landsbyggðarliðinu í Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Heimamaðurinn Nathan Walkup var valinn besti leikmaður vallarins en þetta kom fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2012 17:31
Jón Ólafur vann þriggja stiga keppnina | Snæfellingar sigursælir Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2012 16:08
Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2012 15:48
Körfuboltaveisla í Dalhúsunum í dag Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Auk Stjörnuleiksins sjálfs mun að venju fara fram þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Körfubolti 14. janúar 2012 10:00
Martin: Hinir Kanarnir voru hálf fúlir Martin Hermannsson, KR-ingurinn ungi og öflugi, var ánægður með nýju erlendu leikmennina eftir sigur sinna manna á ÍR í kvöld. Körfubolti 13. janúar 2012 22:18
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-71 | Snæfell vann Val Áhuga- og skipulagsleysi ÍR varð liðinu að falli í leik þess gegn KR í DHL-höllinni í kvöld en leiknum lauk með stórsigri KR, 112-71. Körfubolti 13. janúar 2012 21:00
Grindavík styrkti stöðu sína á toppnum | myndir Grindavík vann í gær tíunda sigur sinn í ellefu deildarleikjum er liðið lagði Stjörnuna á útivelli, 75-67. Liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Körfubolti 13. janúar 2012 08:00
Tindastóll aftur á sigurbraut | öll úrslit kvöldsins Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á útivelli, 85-93 en það er fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum sínum. Þór og Keflavík unnu einnig sína leiki í kvöld. Körfubolti 12. janúar 2012 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Körfubolti 12. janúar 2012 20:41
Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Körfubolti 12. janúar 2012 06:00
Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 11. janúar 2012 16:26
KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins. Körfubolti 10. janúar 2012 16:15
KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. Körfubolti 10. janúar 2012 14:30
Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld? Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 9. janúar 2012 15:30
Úrslit dagsins í Poweradebikurunum | Tindastóll skellti Þór Fjölmargir leikir fóru fram í Poweradebikar karla og kvenna í dag og í kvöld. Í kvöld bar helst til tíðinda að Tindastóll lagði Þór Þorlákshöfn. Körfubolti 8. janúar 2012 21:23
Bikarkeppni kvenna | Tvö lið skoruðu aðeins 27 stig Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar kvenna í dag og sáust ótrúlegar tölur í tveimur þeirra. Þar tókst öðru liðinu aðeins að skora 27 stig og fá á sig yfir 100 stig. Körfubolti 7. janúar 2012 21:55
Njarðvíkurkempur stóðu í Fjölni Gamlar Njarðvíkurkempur voru ekki fjarri því að slá úrvalsdeildarlið Fjölnis úr Powerade-bikarnum í dag. Fjölnir marði átta stiga sigur, 80-72, á heimavelli. Körfubolti 7. janúar 2012 18:11
Efstu þrjú liðin unnu | Öll úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. Körfubolti 5. janúar 2012 21:48
Snæfell missti næstum því frá sér unninn leik en vann í framlengingu Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en Snæfellsliðið náði með því að enda fjögurra leikja taphrinu sínu. Snæfell var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Körfubolti 5. janúar 2012 21:21
Justin tryggði Stjörnunni dramatískan sigur í Grafarvogi Justin Shouse var hetja Stjörnumanna í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok þegar Garðabæingar unnu Fjölni 78-77. Stjarnan var ellefu stigum undir þegar aðeins tæpar sjö mínútur voru eftir en vann lokakafla leiksins 18-6. Körfubolti 5. janúar 2012 20:48
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63 Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Körfubolti 5. janúar 2012 20:17
Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu Körfubolti 5. janúar 2012 13:00
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti