Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Körfubolti 17. október 2022 14:01
Jón Axel má spila með Grindavík Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er kominn með félagaskipti til uppeldisfélags síns Grindavíkur og getur því spilað með liðinu í Subway-deildinni í körfubolta í vetur. Körfubolti 17. október 2022 09:31
ÍR hefur fundið arftaka ofbeldismannsins sem var sendur heim Um helgina staðfesti lið ÍR í Subway deild karla að liðið hefði samið við Bandaríkjamanninn Taylor Johns. Kemur hann til með að fylla skarð Tylon Birts sem sendur var heim eftir aðeins einn leik eftir að upp komst að hann væri dæmdur ofbeldismaður. Körfubolti 16. október 2022 22:31
Tilþrif 2. umferðar: Nóg af troðslum Sérfræðingar Körfuboltakvölds tóku saman fallegustu tilþrif 2. umferðar í Subway-deild karla. Alls eru sex troðslur í pakkanum. Körfubolti 16. október 2022 11:30
„Hann segir það sem kemur upp í hugann og enginn annar þorir að segja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, gagnrýndi dómarana harðlega í viðtali við Stöð 2 Sport eftir eftir tap Hattar gegn Njarðvík í Subway-deildinni síðasta fimmtudag. Rætt var um dómgæsluna í leiknum og Viðar sjálfan í Subway Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 15. október 2022 23:30
„Eins og 1-0 sigur í fótbolta“ Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld, 90-84. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri. Körfubolti 14. október 2022 23:09
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 90-84 | Annar sigur nýliðanna Nýliðar Hauka unnu sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar þeir lögðu Þór Þ. að velli, 90-84, í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Þórsarar hafa aftur á móti tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 14. október 2022 22:40
„Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu” Það var ekki áferðarfallegur körfubolti sem var boðið upp á í Grindavík í kvöld þegar Valsmenn lögðu heimamenn í jöfnum leik, 67-68, í Subway-deild karla í körfubolta. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var hjartanlega sammála. Hann sagði að leikurinn hefði verið tilviljanakenndur á báða bóga en tók þó sigrinum fegins hendi. Körfubolti 14. október 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 67-68 | Valsmenn mörðu eins stigs sigur í hægum og flötum leik Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 14. október 2022 20:15
Styrmir Snær mættur aftur í uppeldisfélagið Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn. Var hann á skýrslu þegar liðið tapaði fyrir Haukum í Ólafssal í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. október 2022 19:30
Tvöfaldi meistarinn aftur til Vals en ekki með í kvöld Callum Lawson, eini maðurinn sem orðið hefur Íslandsmeistari í körfubolta síðustu tvö ár í röð, hefur fengið félagaskipti í Val að nýju. Körfubolti 14. október 2022 15:01
Philip Jalalpoor í gin ljónsins eftir bara einn leik Íraninn Philip Jalalpoor hefur spilað sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Njarðvík í Subway deild karla í körfubolta. Jalalpoor var ekki með Njarðvíkurliðinu í sigri á nýliðum Hattar á Egilsstöðum í gærkvöldi. Körfubolti 14. október 2022 09:30
Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki „Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns. Körfubolti 13. október 2022 22:51
Verið sýnd nógu mikil vanvirðing til að búið sé að kveikja í okkur Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway deild karla í körfubolta, sagði sitt lið aðeins hafa vantað ögn upp á að klára leik kvöldsins en hans menn töpuðu naumlega fyrir Njarðvík í kvöld. Hann var hins vegar allt annað en ánægður með dómara leiksins. Körfubolti 13. október 2022 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Það var vitað mál að leikur Stjörnunnar og Keflavíkur yrði hörkuleikur fyrirfram en liðin mættust í Ásgarði í kvöld í annarri umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, eins og vill verða í körfubolta, en eftir æsispennandi lokamínútur þá drógu Keflvíkingar sigurinn úr hattinum 86-92. Körfubolti 13. október 2022 22:00
„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum. Körfubolti 13. október 2022 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Höttur-Njarðvík 86-91 | Gestirnir sterkari á lokasprettinum Njarðvík landaði sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á leiktíðinni í kvöld þegar liðið lagði Höttur 86-91 á Egilsstöðum. Gestirnir sigu fram úr á lokasprettinum. Körfubolti 13. október 2022 21:10
Umfjöllun: Tindastóll 85-70 ÍR | Stólarnir komnir á blað Tindastóll vann þægilegan 15 stiga sigur, 85-70, gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Liðið er komið á blað í deildinni eftir tap í fyrsta leik. Körfubolti 13. október 2022 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 136-133 | Háspenna í Smáranum í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimaleik vetrarins í Smáranum Körfubolti 13. október 2022 20:20
Þjálfari átti bestu tilþrif fyrstu umferðar í Subway-deild karla Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds karla tóku saman flottustu tilþrif fyrstu umferðar deildarinnar en öll atvikin komu í tveimur af sex viðureignum fyrstu umferðarinnar. Körfubolti 13. október 2022 07:01
Framlengingin: Blikar eiga að stefna á topp fjóra og Njarðvík olli mestum vonbrigðum Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta var til umfjöllunnar í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi og hinn vinsæli liður „Framlengingin“ var að sjálfsögðu á sinum stað. Körfubolti 12. október 2022 07:00
Suðurlandsprinsinn er stórkostlegur gæi sem sló í gegn: „Litla útgeislunin“ Breiðablik styrkti sig með nýjum erlendum leikmanni fyrir leiktíðina og fékk til sín Clayton Ladine út 1. deildinni. Ladine var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst í sigri á Þór í Þorlákshöfn. Körfubolti 11. október 2022 14:01
Jonni hefði ekki veifað eins og Milka: „Þarf að taka Drungilas út úr hausnum á sér“ Einvígið á milli litháísku miðherjanna Dominykas Milka hjá Keflavík og Adomas Drungilas hjá Tindastóli setti stóran svip á stórleik fyrstu umferðar Subway deildar karla í körfubolta. Körfubolti 11. október 2022 12:01
ÍR-ingar senda dæmda ofbeldismanninn heim Körfuboltadeild ÍR og Tylan Birts, leikmaður karlaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um um að slíta samningi hans við félagið. Körfubolti 8. október 2022 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflavík kláraði Tindastól í háspennuleik Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80 Körfubolti 7. október 2022 23:29
„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“ Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran. Körfubolti 7. október 2022 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 98-92 | Haukar höfðu betur í einvígi nýliðanna Það var himinn og haf milli fyrri og seinni hálfleiks Hauka. Höttur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru fór ofan í og voru gestirnir níu stigum yfir í hálfleik.Haukar keyrðu yfir Hött í þriðja leikhluta. Gestirnir komu til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og Haukar fögnuðu sex stiga sigri 98-92. Körfubolti 7. október 2022 21:01
Viðar: Höfðum ekki trú og þor til að fara alla leið Höttur tapaði í Ólafssal gegn Haukum 98-92. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með þriðja leikhluta sem gerði útslagið. Sport 7. október 2022 20:22
Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 7. október 2022 13:01
ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás. Körfubolti 7. október 2022 08:00