„Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. desember 2023 22:43 Maté Dalmay á ærið verkefni fyrir höndum á æfingum í jólafríinu Vísir/Anton Brink Eftir jafnan fyrri hálfleik í viðureign Grindavíkur og Hauka í Subway-deild karla var engu líkara en allur vindur væri úr gestunum í þeim seinni. Grindvíkingar kláruðu leikinn nokkuð örugglega og höfðu tæplega 20 stiga sigur, lokatölur í Smáranum 89-75. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira