Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti.

Innlent
Fréttamynd

Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón

Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm sinnum tekinn fullur á tæpum tveimur mánuðum

Hæstiréttur Íslands dæmi í dag karlmann á fimmtugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bifreið sinni undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti fimm sinnum á tímabilinu frá 5. desember 2005 til 21. janúar 2006.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta lögum ef þörf er á

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina

Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Strokufanga leitað

Lögregla leitar enn fanga sem strauk úr læknisheimsókn á þriðjudag. Fanginn, sem var vistaður á Litla Hrauni, heitir Hilmar Ragnarsson og er 43 ára. Hann komst undan lögreglu með því að smeygja sér út um glugga á salerni. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. Þeir sem verða varir við hann eru beðnir að hringja í lögregluna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Penguin kaupir Forðist okkur

Hin virta bókaútgáfa Penguin hefur gengið frá samningi við JPV um útgáfu á bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Penguin kaupir útgáfurétt fyrir bókina á ensku fyrir allan heiminn að Íslandi undanskildu. Forðist okkur kom út á síðasta ári, sett var upp leikrit eftir bókinni sem Hugleikur hlaut Grímuverðlaunin fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fimm í haldi í strippbúllustríði

Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi.

Innlent
Fréttamynd

Hass í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi lagði í nótt hald á nokkrar kannabisplöntur, sem hún fann við leit í íbúð í bænum. Jafnframt fannst þar talsvert af laufi, sem var í vinnslu. Þrír menn voru handteknir við rannsókn málsins en þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að afurðir úr ræktuninni hafi verið ætlaðar til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman

Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Sancy heldur heim

Færeyski togarinn Sancy hélt frá Eskifirði í gærkvöldi, eftir að tryggingar voru settar, og hefur skipstjórinn nú samviskusamlega kveikt á sjálfvirka fjareftirlits-búnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur náðist á flótta

Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann, eftir snarpa en stutta eftirför undir morgun, sem grunaður er um aðild að nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Andvirði þýfisins nemur mörg hundruð þúsundum króna.

Innlent
Fréttamynd

Þrír í gæsluvarðhald

Þrír menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á skotárás, sem gerð var á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun.

Innlent
Fréttamynd

20 ára fangelsi fyrir morð

Hæstiréttur Jóhannesborgar hefur dæmt 44 ára konu í 20 ára fangelsi fyrir morðið á Íslendingnum Gísla Þorkelssyni. Gísli var myrtur í júlí á síðusta ári og lík hans falið í ruslatunnu. Konan játaði fyrir dómi aðild sína að morðinu en félagi hennar Willie Theron hefur neitað sök.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu að nýjasta ákæran í Baugsmálinu hafi beðið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á henni fyrir dómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast ekki afsagnar Jónasar

Jónas Garðarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tveir létust þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi

Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Forkaupsréttur á jörð

Ekki var fallist á forkaupsrétt eins eigenda jarðarinnar Garðs í Aðaldælahreppi að öðrum hlutum hennar samkvæmt dómi Hæstaréttar. Fór maðurinn fram á riftun samninga við aðra kaupendur vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Fallið frá beiðni um gæsluvarðhald

Tveir ungir menn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí fyrir að nema mann á brott og misþyrma honum í Heiðmörk um síðustu helgi. Þriðji maðurinn var einnig talinn tengjast málinu en í morgun var fallið frá beiðni um gæsluvarðhald yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Sautján ára í tveggja og hálfs árs fangelsi

Atli Karl Gíslason var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Atli Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa.

Innlent
Fréttamynd

Sýknað af fimm milljóna bótakröfu

Hæstiréttur sýknaði Olíufélagið í dag af skaðabótakröfu fyrrum starfsmanns vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Olíufélagið til að greiða starfsmanninum tæpar fimm milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán mánuðir fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómurinn er nokkuð mildari en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af.

Innlent
Fréttamynd

Dómarinn þarf ekki að víkja

Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð.

Innlent
Fréttamynd

Brotalöm á rannsókninni

Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þriggja ára fangelsisdóms

Saksóknari í málinu gegn Jónasi Garðarssyni, vegna strands skemmtibátsins Hörpunnar, fer fram á að Jónas verði dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Bótakröfur sem settar hafa verið fram í málinu nema hátt í 20 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa verið við stýri

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki hafa verið við stýrið þegar skemmtibátur hans steytti á skeri á Viðeyjarsundi, sem leiddi til dauða karls og konu. Málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent