Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:49 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36
Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17