Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

„Breskir her­menn geta séð um sig sjálfir“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ætla sjálf að velja blaða­menn í Hvíta húsið

Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag milli Úkraínu og Banda­ríkjanna í höfn

Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í.

Erlent
Fréttamynd

Eykur fjár­út­lát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Erlent
Fréttamynd

Segir Selenskí á leið til Washington

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Meistararnir gefa Trump „risa­stórt nei“

Leikmenn Philadelphiu Eagles hafa hafnað boði Donalds Trump í Hvíta húsið eftir að liðið vann Ofurskálina fyrr í mánuðinum. Félagið hafnar því boði forsetans öðru sinni, en ekkert varð af álíka boði í fyrri forsetatíð Trumps.

Sport
Fréttamynd

Segir Selenskí hug­rakkan leið­toga

Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­stjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Trump fetar í fót­spor Breivik

„Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar í stór­felldan niður­skurð hjá hernum

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi

„Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“

Erlent
Fréttamynd

Trump titlar sig konung

Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“

Erlent
Fréttamynd

Um­mæli Trumps lofi ekki góðu

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kallar Selenskí ein­ræðis­herra og varpar fram lygum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Biður Trump-liða um að virða sann­leikann

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað.

Erlent