Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“

Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá.

Erlent
Fréttamynd

Sagður bjóða frið fyrir form­lega eign á Krím­skaga

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014.

Erlent
Fréttamynd

Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan

Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur frestar brottvísunum Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæðasta á­rásin á Húta hingað til

Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra. 

Erlent
Fréttamynd

Uggandi vegna at­lögu að há­skólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“

Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að banna er­lenda nem­endur í Harvard

Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“

Erlent
Fréttamynd

Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæp­sam­legt at­hæfi

Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að svipta Harvardháskóla skatt­frelsi

Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri.

Erlent
Fréttamynd

Trump hafi „ekki hug­mynd“ um hvað hann sé að gera

Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku.

Erlent
Fréttamynd

Snjallsímar undan­skildir tollunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa

Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku.

Erlent