
Maguire skaut á Klopp: „Höfum ekkert fengið síðan fólk frá öðrum félögum byrjaði að tala um okkur“
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, gaf í skyn að liðið fengi verri meðferð frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því að United fengi hagstæða dómgæslu.