Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Króna = höft

Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Minnisleysingjarnir

Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gæði norrænna guma

Í miðbænum má oft sjá ljóshærðan mann ganga með barnavagn um stræti. Á göngu minni um rústir aðalverslunargötu bæjarins sé ég hann nær undantekningalaust og virði hann fyrir mér, enda heldur óalgengt að sjá karlmann einan á gangi með vagn þótt við búum í jafnréttissamfélagi.

Bakþankar
Fréttamynd

„Ví heftú kill somþíng!“

Ví heftú kill somþíng!" sagði hann kátur við sænska sjónvarpsmanninn í þættinum um makrílveiðar og rányrkju Íslendinga á þeim fiski. Svo skaut hann svífandi fugl og hamfletti hann á staðnum með fumlausum handtökum - mikið að hann stýfði fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta kom víst ekki alveg nógu vel út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samkeppnishæf börn

Á tímum sífelldra ótíðinda var notalegt að rekast fyrir stuttu á litla undirmálsfrétt um eftirlætis­hugðarefnið uppeldismál, sem þó var í þessu tilfelli svolítil heimsendaspá eins og allt hitt. Þar mátti sjá að þau lúsheppnu börn sem eiga dásamlega foreldra munu síðar verða líkleg fórnarlömb hroðalegrar tilvistarkreppu. Út af dekrinu altso.

Bakþankar
Fréttamynd

Bætt NATO með Obama og Fogh

Óhætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur sótt í Evrópu undanfarna daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrir fólkið?

Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að ýlfra eins og sjakali

Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Bíll og svanni

Tæplega tvítug stúlka sást á ferli með karlmanni. Þá komu sjö karlar aðvífandi og nauðguðu þeim báðum. Stúlkan, sem er gift, kærði sjömenningana. Hún var dæmd til að þola 90 vandarhögg fyrir að vera ein á ferli með óskyldum karlmanni, og hann líka. Lögmaður beggja áfrýjaði dómnum. Þá var dómurinn þyngdur í 200 vandarhögg og sex mánaða fangelsi og lögmaðurinn sviptur málflutningsréttindum. Nauðgararnir fengu fimm til sjö ár. Málið fór fyrir hæstarétt. Þetta var 2006 í Sádi-Arabíu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Halló Tortóla, hér kem ég!

Ég er að spá í að skella mér í sólina á Tortóla um páskana. Ég hef heyrt svo margt fallegt um þessa hitabeltisparadís. Eyjan er 55.7 ferkílómetrar að stærð, rúmlega fjórum sinnum stærri en Heimaey. Þarna búa um 24 þúsund manns, aðalbærinn heitir Road Town með um tíu þúsund hræðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Eftir á að hyggja

Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af Ian Rush og Ragnari

Sú fígúra sem lýsir einna best innréttingu okkar Íslendinga er án efa Ragnar litli Reykás. Það er alveg skelfilegt hvað sviptivindarnir innra með landanum sveigja hann til og frá. Þetta gengur náttúrulega ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Leiðtogar lífsins

Þar sem mörgum reynist Kristur dálítið dauflegur nú á tímum, þótt þessar vikur sé þúsundum barna vísað í faðm kirkjunnar sem telur sig helsta umboðsmann heilags anda og sonar hans hér um slóðir, er framboð á leiðtogum í lífinu nóg, undur í ekki stærra samfélagi. Hugmyndin um hina sterku og hrífandi leiðtoga hefur enda náð mestri fótfestu í samfélögum þar sem hugmyndir skortir.

Bakþankar
Fréttamynd

Ný leiðarstjarna

Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um síðustu helgi skýrðu línur um margt. Ríkisfjármálapólitíkin er óskrifað blað í báðum flokkum. Báðir völdu nýja leiðtoga. Leiðir þeirra skildu hins vegar með afgerandi hætti í Evrópumálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Baulað úr bómull

Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarpsþjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudagskvöldum - og þar fram eftir götunum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar?

Fastir pennar
Fréttamynd

Sá er hlífa skyldi

Ein helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snúast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin helga mær

Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur.

Bakþankar
Fréttamynd

Elskaðu náunga þinn

Nýverið heyrði ég frétt af nemendum í íslenskum framhaldsskóla sem gengu í skrokk á samnemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugðust við með því að víkja ofbeldisfólkinu úr skólanum, í einn dag, og einhverjum þeirra í þrjá daga.

Bakþankar
Fréttamynd

Brýnu máli ýtt á hliðarspor?

Sumum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppuhversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjaldmiðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá „bankahruninu mikla“. Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framar á flestum sviðum?

Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, flutti eftirminnilega ræðu á Austurvelli laugardaginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttahönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými." Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!" Að loknum ræðuhöldum söng Þjóðkórinn ættjarðarlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Taka þarf á þvísem máli skiptir

Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Boðskapurinn

Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað.

Bakþankar
Fréttamynd

Stórt og smátt

Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Völd og málefni

Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosningum er engin óvissa um völdin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fríríkið Ísland

Enginn þeirra fjármála­spekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Neyðarlínan

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni?

Fastir pennar