

Ferðamennska á Íslandi
Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Söguleg fækkun farþega í apríl um Keflavíkurflugvöll
Komum fækkaði um fjögur prósent á milli ára í apríl mánuði samkvæmt upplýsingum frá Stjórnstöð ferðamála.

Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017
Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára

Stracta Hótel er til sölu
Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli.

Nýttu sér forkaupsrétt að bréfunum
Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn.

Umferð um Dyrhólaey takmörkuð
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að umferð um Dyrhólaey verði takmörkuð frá og með deginum í dag til 25. júní á milli klukkan 9 til 19 til verndunar fuglalífs á varptíma.

Kolefnisfótspor ferðamennsku fjórfalt stærra en talið var
Þegar losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist neyslu og ferðalögum ferðamanna er talin með er kolefnisfótspor þeirra mun stærra en áður hefur verið áætlað.

Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið
Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum.

Bjóða 7.900 krónur í laun á dag
Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis.

Jafn margar kvartanir vegna flugfélaga í byrjun árs og allt árið 2016
Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016.

Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum
Undanfarin ár hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa skilað átta skýrslum vegna slysa um borð í RIB-bátum. Tillaga hennar um fjaðrandi sæti ekki tekin til greina.

Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni
Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa.

Íhugar að hætta með vinsælt hestagerði vegna fingralangra farar- og bílstjóra
Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, veltir því nú fyrir sér hvort að hann eigi að hætta með hestagerði við veginn á milli Gullfoss og Geysis sem hann setti upp sjálfur við góðar viðtökur.

Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni
Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku.

Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar
Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela
Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum

Hefja aftur flug milli Akureyrar og Keflavíkur
Air Iceland Connect ætlar að hefja aftur flug á milli Keflavíkurflugvallar og flugvallarins á Akureyri.

„Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“
Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins.

Bein útsending: Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi
Doug Lansky er aðalfyrirlesari á morgunfundi Ferðamálastofu sem haldinn er í samstarfi við Íslenska ferðaklasann í dag. Doug er þekktur fyrirlesari, rithöfundur og ráðgjafi sem hefur ferðast um 120 lönd síðustu 20 ár.

Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu
Formaður Framsýnar á Húsavík segist sjá alvarleg brot í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsmenn hér á landi fái laun sín greidd á erlenda reikninga fram hjá kjarasamningum og skattskilum hér á landi. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur.“ Upplýsingafulltrúi SAF segir undirboð á vinnumarkaði ólíðandi.

Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra.

Airbnb hvetur til ábyrgrar ferðamennsku á Íslandi
Airbnb hefur lýst yfir stuðningi við verkefni Íslandsstofu, The Icelandic Plegde, eða Íslandseiðinn. Eiðurinn felur í sér skuldbindingu í átta liðum um ábyrga hegðun á ferðalagi um Ísland.

Segir reynt að útrýma samkeppni
Stjórnarformaður Gray Line á Íslandi vill meina að svo virðist sem hluthafar Bláa lónsins hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni.

Gray Line segir upp bílstjórum og fækkar ferðum
Fyrirtækið Gray Line hefur sagt upp nokkrum af bílstjórum sínum og mun fækka ferðum í sumar.

„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð
Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu.

Níu milljóna tap Hótels 1919
Eignarhaldsfélagið Hótel 1919, sem rekur hótel undir nafni Radisson Blu við Pósthússtræti, skilaði um níu milljóna króna tapi í fyrra borið saman við hagnað upp á tæplega 38 milljónir króna á árinu 2016.

Hafa ekki upplýsingar um umfang skattaundanskota í ferðaþjónustu
Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður.

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.
Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim.

Þróa leiðir til gjaldtöku og geta fylgst með átroðningi um leið
Íslenskt fyrirtæki þróar kerfi sem sinnir gjaldtöku og fylgist með álagi á einstökum svæðum. Staðarhaldarar geta þannig miðað gjaldtöku við ásókn. Ráðherra segir þjónustugjöld sjálfsögð en mikilvægt sé að virða almannarétt.

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti
Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.

Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað
Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina.