Viðvörunarskilti loks sett upp í Reynisfjöru Í vikunni var nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti formlega afhjúpað í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal en þar hafa ferðamenn oft verið hætt komin síðustu ár. Í ágúst á seinsta ári voru erlendir ferðamenn hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru. Innlent 17. apríl 2009 13:58
Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Innlent 25. ágúst 2008 12:51
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. Innlent 22. ágúst 2008 13:22
Háhitasvæðin hættulegust ferðamönnum Ferðamenn sem fara í skipulagðar ferðir hjá Kynnisferðum gera sér oft á tíðum ekki grein fyrir þeim hættum sem fylgja háhitasvæðum. „Þau þekkja ekki svæðin eins og við og hlýða ekki almennilega á fyrirmælin heldur vaða gjarnan út fyrir stíga. Þau trúa því ekki að landið geti brotnað undan sér og að vatnið sé svona heitt," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri Kynnisferða. Innlent 7. ágúst 2008 12:02
Kynnisferðir bjóðast til að borga fyrir varúðarskilti í Reynisfjöru „Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu. Innlent 29. júlí 2008 14:39
Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. Innlent 15. júlí 2008 15:14
Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Innlent 21. maí 2007 03:15
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. Innlent 20. maí 2007 00:01