Red Bull tapaði áfrýjuninni Red Bull tapaði málinu sem fór fyrir áfrýjunardómstól Alþjóða akstursíþróttasambandsins í gær. Daniel Ricciardo verður ekki settur aftur í annað sætið sem hann var dæmdur úr í Ástralíu. Formúla 1 15. apríl 2014 20:00
Red Bull fyrir rétt Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu. Formúla 1 14. apríl 2014 12:00
Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. Formúla 1 14. apríl 2014 11:03
Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. Formúla 1 13. apríl 2014 20:15
Dennis: McLaren verður að vinna á árinu Liðsstjóri McLaren, Ron Dennis segir að lið hans verði að standa uppi með að minnsta kosti einn sigur eftir tímabilið. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Mercedes hingað til. Formúla 1 12. apríl 2014 22:45
Fyrirsjáanlegar framfarir hjá Lotus Tæknistjóri Lotus, Nick Chester trúir því að liðið muni fara að ná í stig aftur reglulega. Liðið hefur átt afar erfitt uppdráttar á tímabilinu og er enn stigalaust. Formúla 1 11. apríl 2014 22:30
Lauda: Tvöföld stig eru mistök Ráðgjafi Mercedes og þrefaldur heimsmeistari, Niki Lauda segir tvöföld stig í lokakeppni tímabilsins vera brjálæði. Formúla 1 10. apríl 2014 22:15
Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. Formúla 1 10. apríl 2014 16:15
Boullier: Það er hægt að ná Mercedes Hinn franski keppnisstjóri McLaren, Eric Boullier segist ekki efast um að það sé hægt að ná Mercedes liðinu. Hann telur að brúa megi bilið þó það gæti tekið talsverðan tíma. Formúla 1 9. apríl 2014 17:45
Engar liðsskipanir hjá Mercedes: Hamilton og Rosberg fá að berjast Mercedes-liðið í Formúlu 1 hefur gefið það út að Nico Rosberg og Lewis Hamilton fái engin fyrirmæli um það hvor eigi að vinna keppni komi upp sama staða og á sunnudaginn þegar þeir enduðu í efstu tveimur sætunum. Formúla 1 8. apríl 2014 14:00
Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. Formúla 1 7. apríl 2014 22:30
Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. Formúla 1 7. apríl 2014 15:45
Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. Formúla 1 6. apríl 2014 17:09
Nico Rosberg á ráspól Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun. Formúla 1 5. apríl 2014 16:27
Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. Formúla 1 4. apríl 2014 21:45
Schumacher að komast til meðvitundar? Umboðsmaður Michael Schumacher segir að ökuþórinn sé nú farinn að sýna merki þess að hann sé að komast aftur til meðvitundar. Formúla 1 4. apríl 2014 10:16
Red Bull varar Renault við Red Bull liðið hefur varað Renault við að liðið gæti leitað annað eftir vélum á næsta ári. Red Bull vill sjá greinanlegar framfarir fyrir lok júní. Annars gæti liðið farið að huga að samstarfi við annan vélaframleiðanda. Formúla 1 3. apríl 2014 16:00
Sauber bíllinn mun léttast Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla. Formúla 1 2. apríl 2014 16:45
Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega. Formúla 1 1. apríl 2014 13:45
Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Malasíu? Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Malasíu, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum. Formúla 1 31. mars 2014 20:15
Samantekt frá Malasíukappakstrinum í formúlu 1 Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Malasíu í morgun og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. Formúla 1 30. mars 2014 21:30
Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Formúla 1 30. mars 2014 10:24
Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Formúla 1 29. mars 2014 10:20
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. Formúla 1 28. mars 2014 08:47
Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. Formúla 1 27. mars 2014 18:00
Vettel og Franklin hlutu Laureus-verðlaunin Sebastian Vettel og hin unga Missu Franklin voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins og hlutu hin eftirsóttu Laureus-verðlaun. Sport 27. mars 2014 16:45
Renault-vélar í vanda í Malasíu Fjórir bílar með Renault-vélar hættu keppni í Ástralíu vegna vélabilunar. Renault trúir því að fyrirtækið sé að ná árangri í átt að meiri áreiðanleika. Formúla 1 26. mars 2014 11:30
Red Bull hótar að hætta í Formúlu 1 Eigandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, Dietrich Mateschitz hefur hótað að hætta að styrkja Red Bull liðið til keppni í Formúlu 1. Hann segir að íþróttin verði að koma til móts við þarfir hans. Formúla 1 25. mars 2014 16:00
Finnst nýju hljóðin heillandi Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) segist vera opinn fyrir því að gera V6 vélarnar háværari. Hann er einnig tilbúinn að skoða að leyfa meiri eldsneytisnotkun ef íþróttin fer að líða fyrir strangar reglur um eldsneytismagn. Formúla 1 24. mars 2014 20:00
Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. Formúla 1 23. mars 2014 18:45