Hamilton yfirgefur Sviss og flytur til Mónakó Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007. Hamilton bjó fyrstu þrjú árin í Genf en hann hefur búið í Zürich undanfarin misseri. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Hamilton frekar leiður á rólegheitunum í Sviss. Formúla 1 6. febrúar 2012 17:00
Hamilton: Ég missti alla einbeitingu á síðasta tímabili Formúli 1 ökuþórinn Lewis Hamilton hefur nú stigið fram í sviðsljósið og viðurkennt að hann hafi misst einbeitinguna bæði innan sem og utan brautarinnar árið 2011. Formúla 1 5. febrúar 2012 19:45
Hamilton á sér leynda tónlistardrauma Ökuþórinn og Formúlu 1-kappinn Lewis Hamilton er í enskum fjölmiðlum í dag sagður hafa varið frítíma sínum í að taka upp frumsamin lög í hljóðveri í Englandi. Formúla 1 1. janúar 2012 23:15
Button: Finnst að okkar tími sé að koma Jenson Button varð í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili á eftir Sebastian Vettel. Hann telur að ef McLaren liðið bætir sig aðeins fyrir næsta ár þá geti liðið barist um fleiri sigra en í ár. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða fyrir næsta keppnistímabil verða í febrúar á Spáni. Formúla 1 23. desember 2011 13:00
Raikkönen: Býst við að fólk hafi saknað mín! Kimi Raikkönen mætir aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári, eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hann var látinn hætta hjá Ferrari í lok ársins 2009 og Fernando Alonso tók sæti hans fyrir keppnistímabilið 2010. Raikkönen mun keppa með Lotus Renault liðinu á næsta ári og gerði tveggja ára samning við Renault eins og liðið heitir í dag, en nafni liðsins verður breytt á næsta tímabili með samþykki FIA. Formúla 1 22. desember 2011 10:15
Alonso fagnar endurkomu Raikkönen Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið. Formúla 1 21. desember 2011 13:30
Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012 Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hulkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Formúla 1 16. desember 2011 17:00
Stanslaust hringt í nýliðann Vergne eftir ráðningu Jean Eric Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 á næsta ári með Torro Rosso liðinu. Hann varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi 2010 og náði markverðum árangri á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir síðustu Formúlu 1 keppni ársins á dögunum.. Formúla 1 16. desember 2011 15:15
Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012 Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Formúla 1 15. desember 2011 10:42
Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Formúla 1 14. desember 2011 18:45
Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. Formúla 1 12. desember 2011 18:15
Formúlu 1 meistaraliðinu fagnað á heimaslóðum Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld. Formúla 1 11. desember 2011 14:30
Vettel tók á móti heimsmeistarabikarnum Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. Formúla 1 10. desember 2011 00:01
Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Formúla 1 9. desember 2011 14:30
FIA staðfesti að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá 2012 FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Formúla 1 7. desember 2011 16:02
Vettel vill verja titilinn á næsta ári Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða. Formúla 1 5. desember 2011 17:30
Pastor Maldonado áfram hjá Williams Pastor Maldonado verður áfram ökumaður Williams Formúlu 1 liðsins á næsta ári og Valteri Bottas verður varaökumaður liðsins. Maldonado byrjaði að keppa með Williams á þessu ári við hlið Rubens Barrichello. Formúla 1 2. desember 2011 13:30
FIA staðfesti 15 af 24 Formúlu 1 ökumönnum fyrir næsta tímabil Sjö Formúlu 1 lið hafa tilkynnt hvaða ökumenn keppa með liðunum á næsta ári til FIA, alþjóðabílasambandsins. Eitt lið hefur tilkynnt annan ökumanninn, en fjögur lið hafa ekki tilkynnt hvaða ökumenn keyra með liðunum samkvæmt lista sem FIA sendi frá sér í gær. Samkvæmt listanum eru því 15 af 24 ökumönnum sem keppa á næsta ári staðfestir, enn sem komið er. Formúla 1 1. desember 2011 14:15
Raikkönen: Ég tapaði aldrei ástríðunni fyrir Formúlu 1 Kimi Raikkönen mætir til keppni í Formúlu 1 á næsta ári með Lotus Renault liðinu, eftir að hafa keppt tvö ár í rallakstri. Hann ók síðast með Ferrari árið 2009 í Formúlu 1 og var bæði í viðræðum við forráðamenn Williams og Renault um næsta tímabil, en valdi að ganga til liðs við síðarnefnda liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta keppnistímabili. Formúla 1 30. nóvember 2011 14:00
Sex meistarar keppa saman í fyrsta skipti í sögu Formúlu 1 Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Formúla 1 29. nóvember 2011 18:15
Kimi Raikkönen keppir aftur í Formúlu 1 2012 Finninn Kimi Raikkönen, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur samið við Renault liðið um keppa með því næstu tvö árin. Raikkönen varð heimsmeistari með Ferrari árið 2007, en hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og hefur keppt í rallakstri síðan. Formúla 1 29. nóvember 2011 09:42
Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. Formúla 1 28. nóvember 2011 22:00
Charles Pic ekur með Marussia liðinu 2012 Marussia Virgin Formúlu 1 liðið hefur samið við Charles Pic frá Frakklandi um að aka með liðunu 2012 ári, en Timo Glock hefur þegar gert samning um að keppa áfram með liðinu á næsta ári. Marussia Virgin hefur fengið leyfi FIA til að breyta nafni liðsins fyrir næsta tímabil og bílar liðsins munu heita Marussia á næsta ári, í stað Virgin. Liðið er að hluta til í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia. Formúla 1 28. nóvember 2011 17:30
Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða. Formúla 1 27. nóvember 2011 22:54
Webber: Alltaf gaman að vinna Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Formúla 1 27. nóvember 2011 22:02
Webber vann í Brasilíu Mark Webber hjá Red Bull varð hlutskarpastur í Brasilíukappakstrinum í Formúlunni í dag. Þetta var lokamót tímabilsins og fyrsti sigur Webber. Formúla 1 27. nóvember 2011 18:06
Vettel ánægður eftir hafa slegið met Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Formúla 1 26. nóvember 2011 21:48
Vettel náði besta tíma í tímatökunni og setti nýtt met Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Hann varð 0.181 úr sekúndu á undan Mark Webber liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Jenson Button náði þriðja besta tíma á McLaren. Formúla 1 26. nóvember 2011 19:29
Vettel fljótastur á lokaæfingunni og getur slegið met í tímatökunni Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Jenson Button á McLaren varð annar og var 0.087 úr sekúndu á eftir Vettel, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma. Hann var 0.137 úr sekúndu á eftir Vettel. Formúla 1 26. nóvember 2011 14:21
Hamilton fljótastur á annarri æfingunni í dag Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Hann varð 0.167 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bull varð 0.195 á eftir Hamilton. Webber hafðii áður náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins. Formúla 1 25. nóvember 2011 17:41
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti