Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Ís­landi

Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég spila fyrir mömmu mína“

Íslenska knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er aftur komin af stað eftir að hafa slitið krossband í hné. Hún missti af öllu tímabilinu hér heima en er farin að spila í bandaríska háskólafótboltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah

Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar þurfa að spyrja sig að á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard, það er að nýta möguleikann til að gera ótakmarkaðar breytingar á liðinu sínu. Í nýjasta þætti Fantasýnar fór Albert Þór Guðmundsson yfir Wildcard-liðið sitt eins og þetta lítur út núna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gæti náð Liverpool-leiknum

Trent Alexander-Arnold fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar eins og frægt var og auðvitað mættust liðin síðan í Meistaradeildinni. Það leit út fyrir að meiðsli enska bakvarðarins myndu taka frá honum leikinn en nú líta hlutirnir betur út.

Fótbolti
Fréttamynd

Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir upp­gjör ensku risanna

Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn.

Enski boltinn