Markakóngurinn Benoný: „Þetta var bara geðveikt“ Benoný Breki Andrésson átti vægast sagt góðan leik er KR tók á móti HK í lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 26. október 2024 19:36
Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. Íslenski boltinn 26. október 2024 19:17
Madrídingar niðurlægðir á heimavelli í stærsta leik ársins Barcelona vann ótrúlegan 4-0 sigur er liðið heimsótti Real Madrid í stærsta leik ársins í spænska boltanum í kvöld, El Clásico. Fótbolti 26. október 2024 18:31
Beto bjargaði stigi í uppbótartíma Varamaðurinn Beto reyndist hetja Everton er hann jafnaði metin fyrir liðið gegn Fulham í uppbótartíma lokaleiks dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 26. október 2024 18:27
Uppgjörið: Stjarnan - FH 3-2 | Hilmar Árni kvaddi Stjörnuna með marki Stjarnan bar sigurorð af FH þegar liðin áttust við í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Daníels Laxdal, Hilmars Árna Halldórssonar og Þórarins Inga Valdimarssonar fyrir Stjörnuna. Íslenski boltinn 26. október 2024 18:06
Logi skoraði í öruggum sigri í Íslendingaslag Logi Tómasson skoraði annað mark Strömsgodset er liðið vann sterkan 2-0 sigur gegn Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 26. október 2024 17:53
Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 26. október 2024 16:28
Markasúpa og dramatík í enska boltanum Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Óhætt er að segja að þrír af þeim hafi boðið upp á dramatík. Fótbolti 26. október 2024 16:27
„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. Íslenski boltinn 26. október 2024 16:27
City lét eitt mark duga en komst á toppinn Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á nýliðum Southampton í dag. Enski boltinn 26. október 2024 16:00
Uppgjörið: KR - HK 7-0 | Markametið og HK-ingar féllu HK er fallið úr Bestu deild karla eftir skell, 7-0, gegn KR í lokaumferð mótsins. HK sá aldrei til sólar í leiknum og Benóný Breki Andrésson setti nýtt markamet í efstu deild. Íslenski boltinn 26. október 2024 16:00
Uppgjörið: Vestri - Fylkir 1-3 | Vestri áfram í Bestu deildinni þrátt fyrir tap Vestri leikur áfram í Bestu deild karla á næsta tímabili þrátt fyrir 1-3 tap fyrir Fylki á Ísafirði í dag. Á sama tíma steinlá HK fyrir KR. Íslenski boltinn 26. október 2024 15:50
Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valur valtaði yfir Skagann í síðasta leik Vindsins Síðasta umferð Bestu deildarinnar fór fram í dag. Á N1 vellinum á Hlíðarenda tók Valur á móti ÍA þar sem mikið var undir. Valur þurfti sigur til að tryggja þriðja sæti deildarinnar í dag en Skagamenn voru algjörlega pressulausir. Íslenski boltinn 26. október 2024 15:32
Benóný Breki valinn besti ungi og búinn að slá markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildar karla 2024. Þá er hann búinn að slá markametið í efstu deild. Íslenski boltinn 26. október 2024 15:19
Davíð Kristján með þrennu Cracovia vann 6-2 sigur á Motor Lublin í pólsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Davíð Kristján Ólafsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum auk þess að leggja eitt mark upp. Fótbolti 26. október 2024 15:01
Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield Birmingham City jók forskot sitt á toppi ensku C-deildarinnar í fimm stig eftir 1-1 jafntefli við Mansfield á útivelli í dag. Willum Þór Willumsson skoraði mark Birmingham. Enski boltinn 26. október 2024 13:31
Uppgjörið: Fram - KA 1-4 | KA kláraði Fram og fær Forsetabikarinn Fram tók á móti KA í lokaumferð Bestu deildar karla og tapaði 4-1 á heimavelli. KA menn tryggðu sér með sigrinum sjöunda sæti deildarinnar, efsta sæti neðra hlutans. Íslenski boltinn 26. október 2024 13:17
United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Sir Jim Ratcliffe og félagar hans í INEOS leita allra leiða til að spara pening hjá Manchester United. Þeir spurðu meira að segja erkifjendurna í Manchester City hvort þeir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo gætu fengið far á verðlaunahátíð Gullboltans. Enski boltinn 26. október 2024 11:47
Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. Íslenski boltinn 26. október 2024 11:02
Kom Inter Miami í bílstjórasætið með glæsimarki Inter Miami, deildarmeistararnir í MLS í Bandaríkjunum, unnu Atlanta United, 2-1, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum úrslitakeppninnar. Fótbolti 26. október 2024 10:32
Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn. Íslenski boltinn 26. október 2024 09:31
Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. Íslenski boltinn 26. október 2024 09:19
„Raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, grínaðist með það að allir væru búnir að bíða eftir úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í þrjú ár. Íslenski boltinn 26. október 2024 09:01
Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að fara í einhverja sjálfsvorkunn fyrir stórleikinn á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Enski boltinn 26. október 2024 08:02
Mætir með skreyttar tennur í El Clasico Ungstirnið Lamine Yamal verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Barcelona heimsækir erkifjendur sína í Real Madrid á Santiago Bernabéu. Fótbolti 25. október 2024 23:32
Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards ræddu eins og fleiri magnað mark Erling Braut Haaland í Meistaradeildinni í vikunni. Enski boltinn 25. október 2024 22:31
Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Nottingham Forest, spútniklið haustsins, komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótobolta eftir 3-1 útisigur á Leicester City í kvöld. Enski boltinn 25. október 2024 20:56
Freyr og lærisveinar upp úr fallsæti Freyr Alexandersson stýrði Kortrijk til sigurs í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 25. október 2024 20:40
Mbappé fagnaði sigri en PSG neitar að gefast upp Launadeila Kylian Mbappé og Paris Saint Germain endar fyrir frönskum dómstólum eftir að leikmannasamtök frönsku deildarinnar dæmdu franska framherjanum í vil. Félagið gefur sig ekki. Fótbolti 25. október 2024 20:03
Framlengdi og getur spilað fyrir félagið í þremur deildum Afturelding spilar í Bestu deildinni í fótbolta í fyrsta sinn næsta sumar og félagið hefur nú samið við einn af markahæstu leikmönnunum í sögu félagsins. Íslenski boltinn 25. október 2024 19:02