Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, segir sitt lið þurfa að passa sérstaklega upp á Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum gegn Íslandi á EM í Sviss á morgun. Fótbolti 1. júlí 2025 14:32
„Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 14:03
Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Fótbolti 1. júlí 2025 14:02
Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Jón Daði Böðvarsson er fluttur heim og hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í Lengjudeild karla. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 13:06
Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. Fótbolti 1. júlí 2025 12:02
Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 11:32
EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Nú dregur nær fyrsta leik íslenska landsliðsins í fótbolta á EM í Sviss og spennan fer vaxandi og Íslendingum í Thun fjölgar. í EM í dag verður farið yfir helstu tíðindi í tengslum við þátttöku Íslands á mótinu Fótbolti 1. júlí 2025 11:15
Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Þrátt fyrir að vera ung að árum er Amanda Andradóttir mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Hún var ekki viss um hvort það yrði raunin eftir mikla baráttu við meiðsli og komst að því á samfélagsmiðlum að hún vær á leið á EM í Sviss. Fótbolti 1. júlí 2025 11:00
Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. Fótbolti 1. júlí 2025 10:32
„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Fótbolti 1. júlí 2025 09:30
„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fótbolti 1. júlí 2025 09:02
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. Fótbolti 1. júlí 2025 08:32
Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. Fótbolti 1. júlí 2025 08:01
City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. Fótbolti 1. júlí 2025 07:21
Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu. Fótbolti 1. júlí 2025 07:03
Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPRO óttast að verði spilaðir leikir um miðjan dag á ákveðnum völlum á HM 2026 geti of mikill hiti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Fótbolti 30. júní 2025 23:17
Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn ÍA vann mikilvægan 4-3 sigur er liðið tók á móti Fylki í botnslag Lengjudeildar kvenna í kvöld. Fótbolti 30. júní 2025 22:53
Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Sérfræðingar Stúkunnar ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar þeir voru að fara yfir leik Fram og ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar karla. Fótbolti 30. júní 2025 22:01
Fluminense sendi Inter heim Brasilíska liðið Fluminense er á leið í átta liða úrslit HM félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Inter frá Ítalíu í kvöld. Fótbolti 30. júní 2025 21:05
Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem fram fóru í norska og sænska boltanum í kvöld. Tveimur leikjanna lauk með jafntefli, en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu dramatískan sigur. Fótbolti 30. júní 2025 19:03
UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur frestað því að taka ákvörðun um það hvort Crystal Palace megi taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fótbolti 30. júní 2025 18:00
Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Víkingur Reykjavík hefur náð samkomulagi við norska félagið Sogndal um kaupin á kantmanninum Óskari Borgþórssyni. Fótbolti 30. júní 2025 17:21
„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. Fótbolti 30. júní 2025 15:57
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. Fótbolti 30. júní 2025 15:47
Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Íslenski boltinn 30. júní 2025 15:01
Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum. Fótbolti 30. júní 2025 13:33
Þjálfari Botafogo látinn fara Botafogo hefur látið þjálfarann Renato Paiva fara eftir að hafa dottið út í sextán liða úrslitum HM félagsliða gegn öðru brasilísku liði, Palmeiras. Fótbolti 30. júní 2025 12:48
Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson brákaði bein á fyrstu æfingunni á undirbúningstímabili FC Kaupmannahafnar og verður frá næstu fjórar vikurnar hið minnsta. Fótbolti 30. júní 2025 12:14
Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Fótbolti 30. júní 2025 12:01
Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, fór ekki tómhentur heim af Mercedes Benz-vellinum í Atlanta í gær í kjölfar 4-0 sigurs hans manna á Inter Miami í fyrsta leik 16-liða úrslita á HM félagsliða. Raunar var hann klyfjaður útbúnaðar af fyrrum liðsfélögum. Fótbolti 30. júní 2025 11:31