Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest?

Enn er rætt og ritað um stjóra stöðuna hjá Nottingham Forest en það þykir líklega að Ange Postecoglou sé ekki mjög öruggur í starfi þar á bæ. Hinn þaulreyndi Sean Dyche þykir þá líklegur að taka við ef Ástralinn þarf að taka pokann sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er ekkert sem brýtur mann“

„Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan í Ósló beitti mót­mælendur tára­gasi

Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Gerrard neitaði Rangers

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og fyrrum stjóri Glasgow Rangers mun ekki taka við Glasgow liðinu í annað sinn. BBC greinir frá því að viðræður hafi siglt í strand.

Fótbolti
Fréttamynd

Rýtingur í hjarta Heimis

Írsku strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar máttu þola agalegt tap gegn Portúgal í undankeppni HM 2026 í kvöld. Staðan var jöfn 0-0 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en Ruben Neves tryggði heimamönnum sigur með merki í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland með þrennu í auð­veldum sigri

Norðmenn tóku á móti umdeildum Ísraelum í I-riðli undankeppni HM 2026 og fóru vægast sagt illa með Ísraelana og lögðu þá af velli 5-0. Erling Braut Haaland skoraði þrennu og gestirnir lögðu hönd á plóg með tveimur sjálfsmörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney er ó­sam­mála Gerrard

Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mbappé kemur ekki til Ís­lands

Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég held að hann verði að skoða þetta“

Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“

Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum.

Fótbolti