

Fréttir af flugi
Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Taldir hafa látið undan þrýstingi að koma vélinni sem missti olíuþrýsting í rekstur
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugvirkjar og yfirmenn á viðhaldssviði Air Iceland Connect hafi látið undan þrýstingi við að koma flugvél félagsins, sem missti olíuþrýsting á hægri hreyfli skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári, í rekstur og ekki fylgt því verklagi sem þeim bar að fylgja.

Starfsmenn Play búnir að fá borgað
Aðstandendur flugfélagsins Play eru búin að greiða starfsmönnum sínum laun fyrir nóvembermánuð.

Hættir við hótel í hjarta Nuuk vegna mótmæla
Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli gegn staðsetningunni.

Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr
Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu.

Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll
Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið.

Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“
Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló.

Leyfum flugvelli að blómstra á nýjum stað
Það er stefna Viðreisnar að finna miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu nýjan stað. Það er því gleðilegt samkomulag sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag, sem felur í sér rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og er vonandi fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllinn.

Bein útsending: Hart tekist á um flugvallarmálið í borgarstjórn
Samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni er á meðal umræðuefna á fundi borgarstjórnar sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14.

Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí
Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars.

Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið
Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári.

Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins
Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar.

Lendir í Keflavík vegna reyks um borð
Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli.

Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air.

Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar
Flugvél Icelandair sem verið var að fljúga til Boston var snúið við skömmu eftir flugtak í kvöld. Engin hætta var á ferð.

Þarf að fljúga frá Reykjavík til Keflavíkur til að afferma búnað
C130 Hercules-flugvél danska flughersins þarf að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar, áður en haldið er norður í land, þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík.

Ellen DeGeneres gaf 300 flugmiða með Icelandair í jólaþætti sínum
Í gærkvöldi gaf Ellen DeGeneres 150 áhorfendum í sérstökum jólaþætti sínum, Ellen's Greatest Night of Giveaways, flugmiða með Icelandair til Íslands fyrir tvo, gistingu í fimm daga á Icelandair hótelum og ferð í Bláa Lónið.

Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir
Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu.

Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun
Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar.

Höfum ekki flugviskubit - flugferðir vernda náttúruna
Um 2,5% af losun koltvísýrings af mannavöldum er frá flugsamgöngum. Vissulega munar um minna ef fólk dregur verulega úr flugferðum og tekst þannig á við „flugviskubitið.“

Svona undirbýr flugfólk sig hér á landi
Hversu öruggt er flugið? Hversu vel eru flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar undirbúnir ef aðstæður skapast sem engan langar að lenda í?

Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk
Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands.

Flugslysið í Hafnarfjarðarhrauni 2015: Ofris, spuni og lítil flughæð líklegasta orsökin
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu vegna flugslyssins í Hafnarfjarðarhrauni í nóvember 2015 þar sem tveir fórust.

Flugvallarland Hvassahrauns eign Fjáreigendafélags og afkomenda
Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga.

Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm
Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns.

Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli
Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi.

Fann ódýrasta flugfar heims á fyrsta farrými
Flugáhugamaðurinn Ben Harris hefur oftar en ekki kannað verð á flugmiðum og fann hann á dögunum til að mynda ódýrustu flugferðir heims.

Play gat ekki greitt laun um mánaðamótin
Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Play hafa ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvembermánuð. Upplýsingafulltrúi Play segir starfsmenn sína stöðunni skilning og til standi að greiða laun hið fyrsta.

Átti að fá milljón fyrir að flytja inn fjögur kíló af hassi
Lögreglan á Suðurnesjum handtók íslenskan karlmann á þrítugsaldri síðasta föstudag á Keflavíkurflugvelli.

United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins.

Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play
Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta.