Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. Innlent 19. ágúst 2020 20:58
Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 20:00
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Innlent 19. ágúst 2020 12:48
Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 10:02
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 08:43
Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 07:37
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 19:42
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 12:33
Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 11:43
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. Viðskipti innlent 17. ágúst 2020 22:43
Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 17. ágúst 2020 10:09
Rannsókn á banaslysi beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss Rannsókn Rannsóknarnefnda samgönguslysa á flugslysi sem varð einum að bana á flugvellinum á Haukadalsmelum í júlí á síðasta ári beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss, undirbúningi flugs, fyrirflugskoðun sem og gátlistum og notkun þeirra. Innlent 17. ágúst 2020 09:53
Hættustigi aflýst: Flugvél Icelandair lenti heilu og höldnu Hættustigi rauðu hefur verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna vélartruflana hjá flugvél Icelandair sem fór í loftið fyrr í morgun. Innlent 16. ágúst 2020 08:57
Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Innlent 15. ágúst 2020 09:24
Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. Viðskipti innlent 14. ágúst 2020 20:27
Banna leiguflug milli Bandaríkjanna og Kúbu Bandaríkjastjórn hefur bannað öll leiguflug frá landinu til eyríkisins Kúbu í Karíbahafi og setur þar með enn meiri þrýsting á ríkisstjórn Raúl Castro. Erlent 13. ágúst 2020 23:54
Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. Viðskipti innlent 13. ágúst 2020 10:16
Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Innlent 12. ágúst 2020 20:00
Icelandair Hotels fá brúarlán upp á 1.200 milljónir króna Icelandair Hotels, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins, hefur komist að samkomulagi við Arion banka um að keðjan fái 1.200 milljóna króna brúarlán. Viðskipti innlent 12. ágúst 2020 11:36
Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins Viðskipti innlent 12. ágúst 2020 11:33
Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. Viðskipti innlent 11. ágúst 2020 22:21
Landinn að drukkna í Dönum Alls flugu 9.949 Danir frá Íslandi í síðasta mánuði og voru þeir fjölmennasti hópur ferðamanna hér. Viðskipti innlent 10. ágúst 2020 21:02
Fjárhagsleg endurskipulagning stendur enn yfir Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir. Viðskipti innlent 8. ágúst 2020 16:03
Sextán látnir eftir slys á indverskum flugvelli Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa farist þegar farþegaþota Air India Express rann út af flugbraut og brotnaði í tvennt í Calicut á sunnanverðu Indlandi í dag. Björgunarstarf stendur enn yfir á slysstað. Erlent 7. ágúst 2020 18:24
Flýgur yfir Atlantshafið og safnar áheitum fyrir breskan spítala Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Innlent 6. ágúst 2020 21:23
Fjórfalt fleiri farþegar milli mánaða en 87 prósent færri en í fyrra Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins. Viðskipti innlent 6. ágúst 2020 16:10
Ítalir hóta að banna Ryanair vegna meintra brota á sóttvarnareglum Ítölsk flugmálayfirvöld, ENAC, hafa hótað að banna flugvélum Ryanair að fljúga um ítalska lofthelgi og segja írska flugfélagið þráast við að fylgja reglum sem settar voru til að takast á við faraldur kórónuveirunnar. Erlent 6. ágúst 2020 14:20
Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. Innlent 6. ágúst 2020 14:13
Gera þarf ráðstafanir til að takmarka farþegafjölda ef ríkjum verður bætt aftur á hættulista Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Innlent 4. ágúst 2020 12:09