Óttast að Rússar reyni að stelast í flak herþotunnar sem hrapaði örskömmu eftir flugtak Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 23:30 Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn. Lt Cdr Lindsey Waudby RN/Ministry of Defence via Getty Images) Breski herinn hefur fundið flak herþotunnar sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum sekúndum eftir flugtak við heræfingar í Miðjarðarhafinu. Þjóðaröryggisráðgjafi Breta telur líklegt að Rússar fylgist grannt með. Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter. Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak. Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað. „Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila. „Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“ Rússland Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter. Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak. Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað. „Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila. „Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“
Rússland Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10