Icelandair harmar slysið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 17:54 Atvikið átti sér stað að morgni laugardags þegar Hermann Guðmundsson var á leið heim frá Flórída með hópi Íslendinga. Vísir/KMU Icelandair harmar slys sem átti sér stað á laugardag þegar eldri maður féll á flugstæði á Keflavíkurflugvelli á leið úr flugvél félagsins. Icelandair segir að öllum verkferlum hafi verið fylgt í aðdraganda óhappsins en farþegarnir voru að koma frá Orlando í Flórída. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum