„Sagði upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns“ „Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hætti í vinnunni og hefur síðan þá náð hverjum áfanganum á fætur öðrum á hlaupabrautinni. Sport 6. júní 2023 09:00
„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. Sport 5. júní 2023 12:31
Bolt vill komast að hjá IAAF: Segir skort á súperstjörnum Spetthlaupsgoðsögnin Usain Bolt sækist nú eftir því að fá hlutverk hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Sport 31. maí 2023 14:31
Þrjú hafa slegið Íslandsmet í ár sem voru sett áður en þau fæddust FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sló um helgina næstum því 26 ára gamalt Íslandsmet þegar hún var að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fór fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Sport 30. maí 2023 13:30
Tvö Íslandsmet og tvö gull á Norðurlandamótinu í dag Irma Gunnarsdóttir úr FH og Kolbeinn Hörður Gunnarsson settu bæði ný Íslandsmet á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í dag. Sport 28. maí 2023 23:31
Þrjár íslenskar á lokamótið og sentímetra munaði Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér í gær sæti á bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA) en í einu tilviki mátti það ekki tæpara standa. Sport 26. maí 2023 11:01
Heimsmethafi dæmdur í bann vegna lyfjamisnotkunar Rhonex Kipruto frá Kenía hefur verið dæmdur í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar. Hinn 23 ára gamli Rhonex setti heimsmet í Valencia á Spáni í janúar árið 2020. Sport 18. maí 2023 10:30
Elísabet Rut setti Íslandsmet og varð svæðismeistari á Myrtle Beach Íslenski sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir fagnaði sigri á svæðismeistaramóti sínu, Sun Belt Outdoor Championships. Sport 12. maí 2023 10:30
Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari látin, aðeins 32 ára Bandaríski spretthlauparinn Tori Bowie, sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og heimsmeistaramóti, er látin, 32 ára að aldri. Sport 3. maí 2023 15:00
„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“ „Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum. Íslenski boltinn 27. apríl 2023 12:10
Boðar táraflóð á tímamótum í London Breski hlauparinn Mo Farah segir að komandi London maraþon á sunnudaginn næstkomandi verði síðasta maraþon sitt á hlaupaferlinum. Í viðtali við BBC segist hann búast við því að tár muni falla að maraþoninu loknu. Sport 21. apríl 2023 12:30
Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Sport 12. apríl 2023 09:00
Ætlaði á hlaupaæfingu en hætti við og varð Íslandsmeistari og setti Íslandsmet Laugardagurinn tók nokkuð óvænta stefnu hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Andreu Kolbeinsdóttur. Hún ætlaði að skella sér á hlaupaæfingu en endaði á því að verða Íslandsmeistari í skíðagöngu og slá 29 ára gamalt Íslandsmet í fimm þúsund metra hlaupi innanhúss. Sport 29. mars 2023 08:01
Tvö hafa slegið Íslandsmet í vetur sem voru eldri en þau sjálf Þau eru ófá Íslandsmetin sem féllu á þessu innanhúss tímabili í frjálsum íþróttum og enn eitt metið féll um helgina. Sport 27. mars 2023 15:00
Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. Sport 26. mars 2023 11:44
Bætti Íslandsmetið í 1500 metrum um 38 sekúndubrot Baldvin Þór Magnússon byrjaði utanhústímabilið vel í gær þegar hann keppti í 1500 metra hlaupi á Raleigh Relays í Norður-Karólínu. Sport 24. mars 2023 16:30
Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki frjálsra íþrótta Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt að trans konur fái ekki að keppa í kvennaflokki í mótum á vegum sambandsins. Sport 23. mars 2023 17:43
Maðurinn sem breytti hástökki til frambúðar er látinn Dick Fosbury, maðurinn sem breytti því hvernig fólk kom sér yfir slána í hástökki til frambúðar, er látinn. Sport 13. mars 2023 20:07
Dagbjartur Daði einum sentimetra frá fyrsta sætinu á Evrópubikarkastmóti í Portúal Evrópubikarkastmótið fór fram í Leria í Portúgal í gær og í dag og voru alls fimm íslenskir keppendur sem tóku þátt. Sport 12. mars 2023 13:46
Erna Sóley sjöunda á bandaríska háskólameistaramótinu Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera góða hluti í kúluvarpinu en hún keppti á bandaríska háskólameistaramótinu í nótt. Sport 12. mars 2023 10:00
„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“ Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni. Sport 6. mars 2023 15:30
98 ára gömul kona keppti í fimm kílómetra hlaupi Betty Lindberg er engin venjuleg gömul kona. Hún er íþróttamaður og keppir reglulega í langhlaupum. Sport 6. mars 2023 13:30
Rotaðist í spretthlaupi á EM í frjálsum Spænski grindarhlauparinn Enrique Llopis fékk mjög slæma byltu í úrslitunum í 60 metra grindarhlaupi í gærkvöldi. Sport 6. mars 2023 11:30
Kolbeinn grátlega nálægt því að komast áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram. Sport 4. mars 2023 09:16
Guðbjörg Jóna síðust í riðlinum og úr leik Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp á 7,56 sekúndum í 60 metra hlaupi á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti innanhúss, í Istanbúl í morgun. Sport 3. mars 2023 09:31
Sjáðu 99 ára Finna á spretti í Laugardal Finninn Pekka Penttilä, sem verður 99 ára í mars, keppti í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll um helgina. Sport 28. febrúar 2023 07:31
Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í sjötta sinn Svíinn Armand Duplantis sló í gærkvöldi heimsmetið í stangarstökki karla þegar hann stökk 6,22 metra á móti í Frakklandi. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis slær heimsmet. Sport 26. febrúar 2023 11:01
Baldvin sló Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi Baldvin Þór Magnússon sló í fyrradag eigið Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss þegar hann vann sigur á móti sem fór fram í Bowling Green í Ohio. Sport 26. febrúar 2023 10:31
Fljótustu Íslendingarnir keppa í Istanbul Ísland sendir tvo keppendur á Evrópumeistaramót innanhúss í frjálsum íþróttum sem fer fram í Istanbul í Tyrklandi í næsta mánuði. Sport 23. febrúar 2023 15:01
Irma og Kolbeinn stigahæst á MÍ innanhúss í ár FH-ingarnir Irma Gunnarsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson náðu besta árangrinum á nýloknu Íslandsmeistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss. Sport 21. febrúar 2023 15:02