Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

„Sagði upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns“

„Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hætti í vinnunni og hefur síðan þá náð hverjum áfanganum á fætur öðrum á hlaupabrautinni.

Sport
Fréttamynd

„Fínt að deila þessu með honum í smá­stund“

„Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust.

Sport
Fréttamynd

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“

„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Boðar táraflóð á tímamótum í London

Breski hlauparinn Mo Farah segir að komandi London mara­þon á sunnudaginn næstkomandi verði síðasta mara­þon sitt á hlaupa­ferlinum. Í við­tali við BBC segist hann búast við því að tár muni falla að mara­þoninu loknu.

Sport
Fréttamynd

Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur

Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar.

Sport
Fréttamynd

„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“

Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni.

Sport
Fréttamynd

Kol­beinn grát­lega ná­lægt því að komast á­fram

Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram.

Sport