
Tiger skiptir um pútter
Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni nota nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews á fimmtudag.
Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.
Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni nota nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews á fimmtudag.
Undirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið gengur ekki sem best en það var gríðarlega hvasst er Tiger Woods og félagar æfðu á St. Andrews-vellinum í gær.
Íslenska karlalandsliðið í golfi náði að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á EM með því að vinna sinn riðil í Svíþjóð. Íslandi lenti í 17. sæti af 20 þjóðum.
Golflandslið Íslands í karla og kvennaflokki fóru bæði með sigur af hólmi í viðareignum sínum í dag. Bæði lið keppa um þessar mundir á Evrópumóti landsliða, stelpurnar á Spáni en strákarnir í Póllandi.
Bæði karla- og kvennalandsliðið í golfi munu leika í C-riðli á EM áhugamanna.
Tiger Woods gengur afar illa að finna sitt fyrra form þessa dagana og spilamennsku hans virðist hreinlega hraka með hverri vikunni sem líður.
Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 18. sæti af 20 á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Svíþjóð. Liðið lék samtals á 23 höggum yfir pari í dag eða tveim höggum meira en Sviss sem er í 17. sæti.
Íslenska kvennalandsliðið í golfi fór ekki vel af stað á EM í dag og er í 17. og langneðsta sæti mótsins sem fram fer á Spáni.
Eygló Myrra Óskarsdóttur mun ekki fara með íslenska landsliðinu í golfi til Spánar þar sem sem landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu.
Hlynur Geir Hjartarson leiðir stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir sigur á Canon-mótinu um síðustu helgi. Hann er með góða forystu en Kristján Þór Einarsson er honum næstur.
Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli.
Hlynur Geir Hjartarson og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr GK, unnu sigur á Canon-mótinu í golfi sem lauk á Urriðavelli í dag. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.
Ragnar Ólafsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem taka þátt í EM í golfi í sumar. Keppt verður 6.-10.júlí. EM karla fer fram hjá Österåkers Golf Club, Åkersberga í Svíþjóð og kvennalið íslands leikur á La Manga Club á Spáni.
Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt.
Tiger Woods þarf að spila enn betur en hann gerði í gær á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Þá fer lokadagurinn fram og er Tiger fimm höggum á eftir efsta manni.
Opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, verður um næstu helgi. Allra augu beinast sem endranær að Tiger Woods.
Það var æði skrautlegt Fitness Sport mótið á Eimskipsmótaröðinni um helgina. Veður sett strik í reikninginn og þá bárust fréttir af glæsilegu vallarmeti, sem þurfti síðan að draga til baka.
Allt útlit er fyrir að Sigurþór Jónsson, GK, hafi borið sigur úr býtum á Fitness Sport-mótinu sem fór fram á Leirdalsvelli í dag.
Fitness Sportmótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi var frestað vegna slæms veðurs í gær og hringurinn sem leikinn var í gær var felldur niður að fullu. Mótið fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Það hefur orðið breyting á Fitness Sportmótinu sem er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi en spilað er á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótstjórn hefur ákveðið að fresta seinni hring dagsins vegna veðurs.
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stefnir á að komast aftur inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hann missti réttinn í fyrra en þá var hann meiddur.
Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu fyrsta stigamót GSÍ sem fór fram í Eyjum um helgina. Björgvin var jafn Kristjáni Þór Einarssyni á 138 höggum en vann umspilið þar sem hann fékk par en Kristján skolla.
Björgvin Sigurbergsson úr GK vann fyrsta stigamót GSÍ-mótaraðarinnar eftir umspil við Kristján Þór Einarsson úr GKj. Þeir spiluðu báðir á 138 höggum eða á tveimur undir pari.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni bar sigur úr býtum á Flugfélags Íslands mótinu en keppni í kvennaflokki er nýlokið. Leikið var í Vesmannaeyjum.
Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson er á fimm höggum undir pari eftir fyrri hringinn á Flugfélags Íslands-mótinu, fyrsta mótinu í Íslandsmeistaramótaröðinni, sem fer fram í Vestmannaeyjum.
Íslandsmótið í golfi hófst í morgun í Vestmannaeyjum. Fyrstu kylfingar fóru út klukkan 7.40 en blíðskaparveður er í Eyjum.
Golfsamband Íslands hefur aukið þjónustu sína til muna fyrir áhugamenn um golf. Nú gerir GSÍ fólki kleift að fylgjast með skori kylfinga í beinni útsendingu á netinu, beint í síma.
Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót.
Golfsamband Íslands hefur ákveðið að efla á nýjan leik verkefni afrekskylfinga frá Íslandi. Verkefnin voru skorin niður á síðasta ári vegna efnahagsástandsins.
Tiger Woods mun snúa aftur til leiks á golfvellinum í næstu viku þegar hann tekur þátt í Memorial mótinu í Ohio. Hann ætlar að spila þrátt fyrir að vera í litlu sem engu formi.