Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Rástímar fyrir lokahringinn

Það verður mikil spenna í Grafarholtinu í dag þar sem lokahringurinn á Íslandsmótinu í höggleik verður leikinn. Hér að neðan má sjá rástímana fyrir þennan lokahring.

Golf
Fréttamynd

Stefán Már á toppnum fyrir lokahringinn

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í efsta sæti á karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en lokahringurinn verður leikinn á morgun. Stefán lék á 69 höggum í dag og er samtals á pari vallarins.

Golf
Fréttamynd

Stefán Már leikið mjög vel í dag

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið að leika virkilega vel á Íslandsmótinu í dag. Hann er á þremur undir pari þegar hann er búinn með sjö holur og er samtals á einu undir.

Golf
Fréttamynd

Strætó fyrir áhorfendur í Grafarholti

Búist er við miklum fjölda áhorfenda í Grafarholtið í dag og á morgun þar sem Íslandsmótið í golfi fer fram. Áhorfendum er bent á bílastæði við Krókháls og á lóð Bílabúðar Benna.

Golf
Fréttamynd

Var mjög góður dagur í alla staði

Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitlana í golfi á seinustu tveimur dögum Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli en úrslitin ráðast á morgun. Efstu kylfingar geta bæði unnið tímamótasigra haldi þau toppsætinu út mótið, Ólafur Björn Loftsson getur fetað í fótspor föður síns 37 árum síðar og Valdís Þóra Jónsdóttir getur orðið fyrsti Íslandsmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Björn: Ég kann ágætlega við mig þarna

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað.

Golf
Fréttamynd

Valdís Þóra heldur eins höggs forskoti á Ástu

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er áfram efst í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholtinu en keppni er lokið á öðrum degi. Valdís Þóra lék á 76 höggum í dag alveg eins og Ásta Birna Magnúsdóttir og hélt því eins höggs forskoti sínu.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik í Svíþjóð

Ljóst er að Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á SAS Masters mótinu í Svíþjóð. Hann lék á samtals fjórum höggum yfir pari fyrstu tvo daga mótsins og er um þremur höggum fyrir neðan niðurskurðinn.

Golf
Fréttamynd

Stefán Már leiðir hjá körlunum

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir eftir fyrsta keppnisdag í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Grafarholtsvelli.

Golf
Fréttamynd

Þetta verður golfsýning

Við stefnum á að halda flottasta Íslandsmót sem haldið hefur verið. Það er því mikil spenna í loftinu,“ segir Margeir Vilhjálmsson, mótsstjóri Íslandsmótsins í höggleik sem hefst í dag. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli og fyrstu kylfingarnir verða ræstir út kl. 8 í dag en leiknar verða 72 holur á fjórum dögum og Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki svo krýndir á sunnudag.

Golf
Fréttamynd

GPS vinsælt á golfvellinum

Farsímar með innbyggðu GPS hafa verið mjög vinsælir á golfvöllum í sumar en hægt er að hlaða niður forriti með mörgum golfvöllum Íslands í símann.

Golf
Fréttamynd

Örvar og Eygló unnu Berserkinn 2009

Í kvöld fór fram keppnin „Berserkur“ þar sem högglengstu kylfingar landsins í karla -og kvennaflokki öttu kappi. Í karlaflokki fór Örvar Samúelsson úr GA með sigur af hólmi en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO vann í kvennaflokki.

Golf
Fréttamynd

Tiger komst ekki í gegnum niðurskurð

Tiger Woods, tekjuhæsti íþróttamaður heims, er úr leik á Opna breska meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð og leikur því ekki um helgina.

Golf
Fréttamynd

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez efstur eftir fyrsta daginn

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez lék manna best á fyrsta degi 138. opna breska meistaramótsins í golfi sem stendur nú yfir á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi. Jimenez lék fyrstu 18 holurnar á 64 höggum eða einu höggi betur en þeir Tom Watson, Ben Curtis og Kenichi Kuboya.

Golf
Fréttamynd

Hver er sá högglengsti á Íslandi í dag?

Íslandsmótið í höggleik fer að þessu sinni fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík 23.-26. júlí og er undirbúningur mótsins í fullum gangi. Við þetta tilefni ætla mótshaldarar að finna út hver sé högglengsti kylfingur Íslands 2009.

Golf
Fréttamynd

Tiger og Westwood saman

Ljóst er að flest augu munu beinast að þeim Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska meistaramótinu. Þeir munu leika saman þá daga en mótið hefst á fimmtudag.

Golf
Fréttamynd

Tiger fagnaði sigri

Tiger Woods fagnaði sigri á PGA National-mótinu sem fór fram í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Þetta var hans 68. sigur á ferlinum á PGA-mótaröðinni og hans þriðji í ár.

Golf
Fréttamynd

Woods og Kim deila toppsætinu

Þeir Tiger Woods og Anthony Kim eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á AT&T-National golfmótinu á Congressional vellinum. Báðir eru á tíu höggum undir pari.

Golf