

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Flensburg vann fimm marka sigur á Gummersbach í efstu deild þýska handboltans. Lokatölur 35-30 þar sem tveir Danir stóðu upp úr hvað fjölda marka varðar.
„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.
Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku.
Valur vann 17 marka sigur þegar liðið sótti ÍR heim í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 31-48.
Haukar máttu þola 11 marka tap gegn Házená Kynžvart í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Lokatölur í Tékklandi 35-24 og Hauka bíður ærið verkefnið á Ásvöllum eftir viku.
Framkonur voru nálægt því að kasta frá sér sigrinum gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur urðu 30-29 eftir að Fram hafði verið 17-11 yfir í hálfleik.
ÍR-ingar unnu afar öruggan 28-20 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, í Olís-deild kvenna í handbolta. Þar með komst ÍR einu stigi fyrir ofan Stjörnuna, í 5. sæti.
Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst.
FH-ingar unnu ekki bara stórsigur á Fjölni í kvöld og sinn fyrsta leik á nýju ári því þeir slógu líklega metið yfir yngsta leikmanninn í efstu deild karla í handbolta.
FH endurheimti toppsætið í Olís deild karla í handbolta með langþráðum sigri í kvöld.
Danir eru farnir að þekkja ansi vel gullstyttuna sem þeir hafa nú fengið fjórum sinnum í röð fyrir að verða heimsmeistarar í handbolta karla. Þeir tíma hins vegar ekki að hafa styttuna til sýnis á milli móta, vegna tryggingakostnaðar.
„Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar.
Íslenski landsliðshornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson átti flottan leik með portúgalska félaginu Sporting í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.
Framarar eru komnir á toppinn í Olís deild karla í handbolta eftir sigur á KA fyrir norðan. Afturelding og Stjarnan unnu líka leiki sína í kvöld.
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém unnu góðan útisigur í Meistaradeildinni í handbolta í Rúmeníu í kvöld.
Hinn 29 ára gamli Sander Sagosen, aðalstjarna norska handboltalandsliðsins, er orðinn leikmaður danska félagsins Álaborg og gildir samningur hans til sumarsins 2029.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg unnu flottan fjögurra marka útisigur á pólska liðinu Industria Kielce í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir.
Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
ÍBV náði að enda tíu leikja taphrinu sína í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið gerði 22-22 jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Tvö Íslendingalið stóðu í ströngu í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld og gekk misvel.
Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2027.
Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-24.
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu.
Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Hinn danski Mathias Gidsel var valinn mikilvægasti leikmaður HM og er af flestum talinn besti handboltamaður heims í dag. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning við þýska félagið Füchse Berlín og hækkað í launum.
Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi.
Valur vann afar sannfærandi sjö marka sigur, 33-26, gegn FH í sextándu umferð Olís deildar karla. FH byrjaði betur og var með forystuna eftir fimmtán mínútur en eftir það voru Valsmenn með öll völd á vellinum. Nú munar aðeins einu stigi milli liðanna í deildinni, FH á toppnum með 23 stig en Valur í fjórða sæti með 22 stig.
Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi.
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto byrjuðu vel í milliriðli Evrópudeildarinnar.