

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Það verða stór tímamót hjá Handknattleikssambandi Íslands á næsta ársþingi því Guðmundur B. Ólafsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður HSÍ.
Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar.
Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju.
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Aarhus Handbold urðu að sætta sig við tap í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Valskonur eru staddar út í Vestmannaeyjum þar sem þær áttu að spila bikarleik í kvöld en leiknum var frestað vegna veðurs. Liðið getur þá kannski í staðinn haldið upp á nýjasta samninginn hjá leikmanni liðsins.
Íslendingaliðið Kolstad byrjar vel eftir HM-fríið en liðið sótti tvö stig á útivöll í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands.
Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórliðið Montpellier til loka yfirstandandi tímabils. Þetta staðfesti franska félagið núna í morgun.
Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn.
Stjarnan krækti í stig gegn FH í Krikanum. Gestirnir úr Garðabæ enduðu leikinn frábærlega og náðu að jafna á síðustu mínútunni og leikurinn endaði 29-29. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð sáttur með stigið eftir leik.
Afturelding, Fram og Valur unnu góða sigra þegar Olís-deild karla í handbolta fór af stað á nýjan leik eftir langa pásu sökum HM í handbolta.
FH og Stjarnan skildu jöfn í fyrstu umferðinni eftir að HM- og jólafríinu lauk. Leikurinn var jafn og spennandi og það var Hans Jörgen Ólafsson sem gerði síðasta mark leiksins og tryggði Stjörnunni stig. Uppgjör og viðtöl væntanleg.
ÍBV sótti sigur í Grafarvog þegar liðið mætti Fjölni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.
Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho lét ekki HM í handbolta fram hjá sér fara.
Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira.
Viggó Kristjánsson meiddist lítillega í hné á HM og þarf að bíða um stund eftir frumraun sinni með Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Dagur Sigurðsson flutti stutt og skýr skilaboð til þeirra tugþúsunda króatískra aðdáenda sem í gær hópuðust saman á torgi í miðborg Zagreb til að fagna Degi og hans mönnum eftir silfurverðlaunin á HM í handbolta.
Handboltamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórveldið Montpellier og kemur inn í liðið til að leysa af hólmi sænska landsliðsmanninn Lucas Pellas, sem sleit hásin.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu.
Óhætt er að segja að Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu hafi fengið höfðinglegar móttökur í Zagreb í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum.
Forseti þýska handknattleikssambandsins hefur tekið allan vafa varðandi framtíð Alfreðs Gíslasonar í starfi landsliðsþjálfara þýska karlalandsliðsins. Alfreð er þeirra maður.
„Mér finnst sú umræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, um gagnrýni sem beindist gegn HSÍ og heimferðarplönum af HM áður en að Ísland var úr leik á mótinu.
„Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir alveg hægt að færa rök fyrir því að án Arons Pálmarssonar væri landsliðið í veseni. Aron átti frábært stórmót í síðasta mánuði og hefur Snorri áhyggjur af því hversu litla pressu aðrir leikmenn setji á að taka stöðu hans.
Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar.
Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk.
Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu.
Frakkland varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir 35-34 sigur á Portúgal í leiknum um þriðja sætið.