Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

30 kg farin - ætlar að keppa í fitness

"Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan október 2012.

Lífið
Fréttamynd

Leyndarmálið á bak við magavöðva Margrétar Gnarr

"Það eru allir með six-pakk en margir eru með smá bumbu sem felur vöðvana en til að tækla kviðfituna skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Kviðæfingar og brennsla hjálpa líka en þú þarft ekki að gera hundrað kviðæfingar á dag. Það er nóg að taka kviðæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og skipta hverri æfingu niður í sett og endurtekningar," svarar Margrét.

Lífið
Fréttamynd

Lestu þetta ef þú djammaðir um helgina

Áfengi truflar meltingu prótíns og kolvetna í lifur og hún getur ekki myndað nýjan glúkósa. Það truflar einnig framleiðslu ensíma í brisi sem sjá um niðurbrot fitu í líkamanum.

Lífið
Fréttamynd

Hætti að borða pítsur á næturnar

Leikarinn Jason Segel hefur sjaldan litið betur út en hann breytti um lífsstíl til að koma sér í betra form fyrir næstu mynd sína Sex Tape þar sem hann leikur á móti glæsikvendinu Cameron Diaz.

Lífið
Fréttamynd

Tekur á því í ræktinni

Raunveruleikastjarnan Nicole “Snooki” Polizzi hefur lést um rúmlega tuttugu kíló síðan hún eignaðist soninn Lorenzo í fyrra. Nú er hún byrjuð að setja myndbönd á YouTube þar sem hún leyfir aðdáendum að fylgjast með sér í ræktinni.

Lífið
Fréttamynd

Hiti skiptir sköpum

"Heitt jóga er einfaldara en marga grunar og allir geta stundað það á sínum styrk og með sama árangri,“ segir Jóhanna Karlsdóttir sem kynnti heitt jóga fyrir Íslendingum árið 2009. Hún kennir í heitasta sal landsins í Sporthúsinu og miðlar nú fræðunum um víða veröld.

Kynningar
Fréttamynd

Kallar fram fegurð

"Allar vörur bareMinerals eru þróaðar til þess að kalla fram fegurð þína,“ segir Hilde Lise förðunarmeistari.

Kynningar
Fréttamynd

Falleg, lýtalaus húð

Íslenskar vetrarhörkur fara ómjúkum höndum um hörund karla og kvenna. Skin Doctors kynnir sérhæfðar lausnir við algengum húðvandamálum sem virka og nú nýtt krem sem vinnur á rósroða og háræðasliti.

Kynningar
Fréttamynd

Grennandi aðhaldsfatnaður

"Fyrirtækið setur mikið fjármagn í rannsóknir og þróun. Framtíðarplön Lytess eru að framleiða fatnað sem tekur á ýmsum líkamskvillum, svo sem þurri húð, exemi, húðslitum, æðahnútum, bakverkjum og liðverkjum svo dæmi séu nefnd. Möguleikarnir eru óþrjótandi,“ segir Margét Helgadóttir, markaðsstjóri hjá heildsölunni Cu2.

Kynningar
Fréttamynd

Kalli Berndsen flytur Beauty barinn í Kringluna

"Ég get nú hæglega sameinað alla mína þjónustu og boðið viðskiptavinum ráðgjöf við fataval í verslunum Kringlunnar, auk þess að farða þá og klippa. Beauty Barinn er líka opinn á laugardögum sem hentar mörgum óneitanlega mjög vel.“

Kynningar
Fréttamynd

Sport Elítan: Viltu hlaupa hraðar?

Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan eru í samstarfi og allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Nú er komið að Silju Úlfarsdóttur einkaþjálfara og fyrrum frjálsíþróttakonu úr FH sem fer yfir nokkuð atriði til að ná að hlaupa hraðar en hún sjálf var frábær spretthlaupari á sínum tíma.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Fitbook kemur þér af stað

"Hugmyndin kviknaði þegar ég lagði stund á næringarfræði í ÍAK-einkaþjálfaranámi mínu og komst að raun um að Íslendinga skorti haldgóða lausn til að halda utan um mataræði sitt,“ segir fjármálafræðingurinn Dagur Eyjólfsson sem ásamt Eddu Dögg Ingibergsdóttur opnaði matardagbókina Fitbook.com í ársbyrjun 2011.

Kynningar
Fréttamynd

Lyfting án skurðaðgerðar

"Mér finnst að ungar konur ættu að huga að því fyrr hvernig þær ætla að meðhöndla húð sína. Betra er að fyrirbyggja hrukkur en að reyna að losna við þær þegar þær hafa myndast,“ segir Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri flugfélagsins SAS, og undirstrikar að mikilvægt sé að láta fagfólk um húðumhirðuna.

Kynningar
Fréttamynd

Undraverður árangur á stuttri þjálfun

Ég, rétt eins og margir aðrir Íslendingar, fylgdist full af áhuga með þættinum "Líkamsrækt í jakkafötum" sem sýndur var mánudaginn 7. janúar í Ríkissjónvarpinu og endursýndur 14. janúar. Þótt ég hafi stundað líkamsrækt í meira en tvo áratugi og fái mikla ánægju út úr því þá veit ég um marga sem þykir líkamsrækt mikil tímasóun og drepleiðinleg í þokkabót. Það vakti áhuga hjá mér og eflaust hjá fleirum að heyra hversu miklum árangri er hægt að ná með undravert stuttri þjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Hollustan rauði þráðurinn í lífinu

Elísabet Margeirsdóttir er þekktust sem veðurfréttamaður á Stöð 2 en hún rekur líka næringarráðgjöf og er ástríðufullur hlaupari sem stefnir á 168 kílómetra fjallahlaup í haust. Hvernig stóð á því að hún gerði hreyfingu og mataræði að uppistöðu í lífi sínu og hvaða ráð á hún fyrir þá sem dreymir um að taka upp hollari lífsstíl á nýju ári?

Lífið
Fréttamynd

Stóllinn drepur þig

Hvað getur þú gert í þínu lífi til að halda efnaskiptunum og brennslunni þinni hærri en hún er fyrir, án þess að taka æfingarnar inn í spilið ef þær eru það fyrir?

Lífið
Fréttamynd

Líkamsræktarstöð með sérstöðu

"Við erum langt frá því að vera hætt og erum glöð að geta sagt frá því að um næstu mánaðamót munum við endurnýja tækin í tækjasalnum. Þá verða tekin í notkun glæsileg ný CYBEX-tæki, líklega þau bestu sem eru á boðstólum hér á landi,“ segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa.

Kynningar
Fréttamynd

Faglegar aðferðir og góð samvinna

"Við höfum verið að fá fleiri yfirgripsmikil verkefni undanfarið og má þar nefna að samvinna við sjúkraþjálfara, lækna og einkaþjálfara hefur aukist, sem hefur gefið mörgum kúnnum tækifæri til betri heilsu og bata. Samþætting faggreina er mun meiri og útkoman jákvæðari,“ segir Ingólfur.

Kynningar
Fréttamynd

Valgeir Gauti gefur ráð

Verslunin Sportlíf í Glæsibæ og Holtagörðum býður úrval af hágæða fæðubótarefnum. Á morgun og á laugardag mun Valgeir Gauti Árnason Íslandsmeistari í vaxtarrækt gefa fólki góð ráð við val á fæðubótarefnum í Sportlíf í Glæsibæ.

Kynningar
Fréttamynd

Þung lóð virka vel

Fyrir tveimur árum var ég komin með nóg af þessu dúlleríi, ég var í engu formi þrátt fyrir að fara í ræktina á hverjum degi. Hljómar mótsagnakennt en ég er fullviss um að mörg ykkar hafa upplifað þetta.

Lífið