HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Mamma hans trúði honum ekki

    Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst

    Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir það mikið áfall að hafa lands­liðs­fyrir­liðinn Orri Steinn Óskars­son hafi ekkert geta spilað með liðinu í undan­keppni HM. Há­kon Arnar Haralds­son hafi hins vegar vaxið mikið í fyrir­liða­hlut­verkinu í hans fjar­veru.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron

    Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon eru mættir aftur í íslenska landsliðshópinn og verða með liðinu í leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn vonar að þeir gefi jafn mikið af sér innan hópsins og Aron Einar Gunnarsson.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svona var blaða­manna­fundur Arnars

    Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur ákveðið hvaða leikmenn verða í hópnum í síðustu tveimur leikjunum í undanriðlinum fyrir HM 2026, gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í þessum mánuði. Bein útsending frá blaðamannafundi hans var á Vísi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM

    Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Ís­landi

    Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Borgar­stjóri Boston svarar Trump

    Michelle Wu, borgarstjóri Boston, hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna hótana hans um að færa leiki á HM í fótbolta næsta sumar úr borginni.

    Fótbolti