Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

„Hæ nýi magi“

Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. 

Lífið
Fréttamynd

Óska þess að málinu verði vísað frá

Kardashian mæðgurnar hafa farið fram á það að máli sem fyrirsætan Blac Chyna hefur höfðað gegn þeim verði vísað frá. Chyna sakar mæðgurnar Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner um að hafa valdið henni miklu tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni.

Lífið
Fréttamynd

Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard

Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 

Erlent
Fréttamynd

„Hann er heppinn að vera á lífi“

Jansen Ackles segir fyrrum mótleikara sinn í Supernatural Jared Padalecki vera heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í bílslysi. Ackles deildi fréttunum með leyfi frá Padalecki á ráðstefnu í tengslun við þættina. 

Lífið
Fréttamynd

„Gjammaði í eyrað“ á Ty­son sem fékk nóg og lét hnefana tala

Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust.

Lífið
Fréttamynd

Céline Dion á leið á hvíta tjaldið

Céline Dion aðdáendur geta verið spenntir þar sem söngkonan mun koma fram í kvikmynd í byrjun næsta árs en tónlist frá söngkonunni spilar einnig stórt hlutverk. Þetta veður í fyrsta skipti sem Dion leikur í mynd og ber hún heitið It's All Coming Back to Me.

Lífið
Fréttamynd

Elskaði Ís­land en tröllin komu á ó­vart

Leikkonan Kaley Cuoco segist yfir sig hrifin af Íslandi. Hún heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og segir að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land.

Lífið
Fréttamynd

Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað.

Erlent
Fréttamynd

Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Am­ber Heard í dag

Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Liz Sheridan er látin

Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Keypti 400 bækur á heimilið bara fyrir innlitið

Disney stjarnan Ashley Tisadale opnaði hurðina að heimili sínu í Los Angeles fyrir Architectural Digest. Heimilið hannaði hún sjálf og er stolf af útkomunni en viðurkenndi í viðtalinu að hafa sent eiginmanninn að kaupa 400 bækur fyrir viðtalið.

Lífið
Fréttamynd

Pamelu Ander­son lúkkið sem er að gera allt vit­laust

Örþunnar augabrúnir tíunda áratugarins voru trend sem við töldum okkur vera búin að kveðja fyrir fullt og allt. Augabrúnirnar eru sérkenni goðsagnarinnar Pamelu Anderson. Eftir að þættirnir Pam & Tommy slógu í gegn fyrr á árinu komu þunnu augabrúnirnar með ótrúlega endurkomu sem enginn sá fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Grín­istinn Gil­bert Gott­fri­ed látinn

Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Hann var af mörgum talinn goðsögn í grínbransanum vestanhafs. Gottfried var einnig þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. 

Lífið
Fréttamynd

Clea Shearer úr The Home Edit greindist með brjóstakrabbamein

Vinkonurnar í The Home Edit eru þessa dagana að fara í gegnum stærsta verkefnið sitt til þessa eftir að Clea Shearer greindist með brjóstakrabbamein. Clea greindi frá fréttunum á samfélagsmiðli sínum og fyrirtækisins fyrir fjórum dögum og skrifaði þar:

Lífið