Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2023 12:30 Netverjar hafa kallað eftir viðbrögðum frá Justin Bieber og hann svaraði því kalli með myndbirtingu. Getty/Theo Wargo Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. Í mörg ár hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri og Hailey verið sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Hailey sögð verða fyrir neteinelti Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Þá furða margir sig á því hvers vegna eiginmaður hennar, Justin Bieber, hefur ekki stigið inn og komið eiginkonu sinni til varnar. Í þeim myndböndum sem hafa birst á TikTok síðustu vikur er meðal annars að finna augnablik þar sem Justin sést koma illa fram til Hailey og ýmsar vísbendingar um það að Justin sé í raun ennþá ástfanginn af Selenu og sé óhamingjusamur í hjónabandinu með Hailey. Eitthvað sem Justin ætti líklega sjálfur að svara fyrir, en ekki Hailey. Justin og Hailey eru ein frægustu hjón Hollywood.Getty/Jeff Kravitz Gagnrýndur fyrir að koma eiginkonunni ekki til varnar Ekki hjálpaði það svo til þegar Hailey birti fallega afmæliskveðju til eiginmannsins á meðan á öllu þessu drama stóð og Justin sýndi engin opinber viðbrögð. Þrátt fyrir að það séu allar líkur á því að Justin sé búinn að vera að styðja við bakið á eiginkonu sinni allan þennan tíma á bak við luktar dyr, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna hann hafi ekki sýnt henni neinn opinberan stuðning, á meðan netverjar hafa tætt hana í sig. Ómögulegt að gera netverjum til geðs Það vakti því mikla athygli þegar Justin birti mynd af þeim hjónum í faðmlögum á Instagram og skrifaði „ég elska þig“. Síðan þá hefur hann svo birt tvær innilegar myndir af þeim úr eftirpartýi Óskarsverðlaunanna. Virðist hann vilja sýna fram á að hjónabandið sé í blóma þrátt fyrir allt. Aðdáendur virðast þó ekki vera komnir með nóg af þessu drama, því nú finnst þeim Justin vera að deila of miklu og efast þeir jafnvel um að Justin sé í raun að setja þessar myndir inn sjálfur. Það er því nokkuð ljóst að netverjar munu halda áfram að smjatta á þessu drama alveg þar til næsti Hollywood skandall tekur við. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hollywood Samfélagsmiðlar TikTok Ástin og lífið Tengdar fréttir Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Í mörg ár hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri og Hailey verið sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Hailey sögð verða fyrir neteinelti Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Þá furða margir sig á því hvers vegna eiginmaður hennar, Justin Bieber, hefur ekki stigið inn og komið eiginkonu sinni til varnar. Í þeim myndböndum sem hafa birst á TikTok síðustu vikur er meðal annars að finna augnablik þar sem Justin sést koma illa fram til Hailey og ýmsar vísbendingar um það að Justin sé í raun ennþá ástfanginn af Selenu og sé óhamingjusamur í hjónabandinu með Hailey. Eitthvað sem Justin ætti líklega sjálfur að svara fyrir, en ekki Hailey. Justin og Hailey eru ein frægustu hjón Hollywood.Getty/Jeff Kravitz Gagnrýndur fyrir að koma eiginkonunni ekki til varnar Ekki hjálpaði það svo til þegar Hailey birti fallega afmæliskveðju til eiginmannsins á meðan á öllu þessu drama stóð og Justin sýndi engin opinber viðbrögð. Þrátt fyrir að það séu allar líkur á því að Justin sé búinn að vera að styðja við bakið á eiginkonu sinni allan þennan tíma á bak við luktar dyr, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna hann hafi ekki sýnt henni neinn opinberan stuðning, á meðan netverjar hafa tætt hana í sig. Ómögulegt að gera netverjum til geðs Það vakti því mikla athygli þegar Justin birti mynd af þeim hjónum í faðmlögum á Instagram og skrifaði „ég elska þig“. Síðan þá hefur hann svo birt tvær innilegar myndir af þeim úr eftirpartýi Óskarsverðlaunanna. Virðist hann vilja sýna fram á að hjónabandið sé í blóma þrátt fyrir allt. Aðdáendur virðast þó ekki vera komnir með nóg af þessu drama, því nú finnst þeim Justin vera að deila of miklu og efast þeir jafnvel um að Justin sé í raun að setja þessar myndir inn sjálfur. Það er því nokkuð ljóst að netverjar munu halda áfram að smjatta á þessu drama alveg þar til næsti Hollywood skandall tekur við. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber)
Hollywood Samfélagsmiðlar TikTok Ástin og lífið Tengdar fréttir Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53
Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30