Opnar sig um skilnaðinn: „Hef alltaf haldið með honum og mun gera það að eilífu“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:15 Tom Brady and Gisele Bundchen sóttu um skilnað á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. Getty/Matt Winkelmeyer Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um skilnaðinn við NFL stjörnuna Tom Brady í nýju forsíðuviðtali tímaritsins Vanity Fair. Þar segir hún sögusagnir um að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að leggja ruðningsskóna ekki á hilluna, eins og hann hafði sagst ætla að gera, vera mikla einföldun. „Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“ Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“
Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00
„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30