Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið. Lífið 22. nóvember 2021 16:25
Unnusta Khashoggi biður Bieber að hætta við tónleika í Sádi-Arabíu Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Erlent 22. nóvember 2021 10:28
Meghan Markle í falinni myndavél Meghan Markle, leikkonan og hertogaynjan af Sussex, fór á kostum í falinni myndavél í spjallþætti hjá bandarísku sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres í vikunni. Lífið 20. nóvember 2021 23:41
Kanye og Drake halda tónleika saman Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum. Tónlist 20. nóvember 2021 21:36
Sýnishorn úr brúðkaupi Jennifer Lopez og Owen Wilson Jennifer Lopez snýr aftur í rómantísku gamanmyndirnar á næsta ári, þegar mynd hennar Marry Me kemur út á Valentínusardaginn. Lífið 19. nóvember 2021 13:30
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. Lífið 18. nóvember 2021 16:31
The French Dispatch: Miðlungs Wes Anderson betri en flestir Nýjasta kvikmynd Wes Andersons er nú komin í kvikmyndahús. Þó hún nái nú ekki þeim hæðum sem hans bestu verk ná, er hún þrátt fyrir allt hin fínasta ræma. Gagnrýni 18. nóvember 2021 14:31
Loginn slokknaði hjá Camilu og Shawn Tónlistarparið Shawn Mendes og Camila Cabello eru hætt saman. Parið sagði frá þessu í sameiginlegri yfirlýsingu á Instagram. Lífið 18. nóvember 2021 11:00
Jesse Williams heimsótti Friðheima og fór í hellaskoðun Grey's Anatomy stjarnan Jesse Williams heimsótti Ísland og birti nokkrar myndir og myndbönd á Instagram. Í hringrásinni sýndi hann meðal annars frá heimsókn í Sky lagoon á Kársnesinu. Lífið 18. nóvember 2021 10:37
Taylor trúlofast Taylor Leikarinn og Twilight-stjarnan Taylor Lautner er trúlofaður kærustu sinni sem heitir því skemmtilega nafni Taylor Dome. Hún er þó alltaf kölluð Tay, enda gæti annað valdið ruglingi. Lífið 17. nóvember 2021 16:30
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. Lífið 17. nóvember 2021 09:01
Paris Hilton klæddist sex kjólum í þriggja daga brúðkaupsveislu Athafnakonan, hótelerfinginn og fyrrverandi raunveruleikaþáttastjarnan Paris Hilton er gift kona. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar hún gekk að eiga athafnamanninn Carter Reum. Lífið 16. nóvember 2021 12:30
Hvað er svona merkilegt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor? Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja. Tónlist 15. nóvember 2021 09:45
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. Erlent 12. nóvember 2021 22:22
Ferrell og Reynolds mættu í viðtöl hvors annars Leikararnir og vinirnir Ryan Reynolds og Will Ferrell komu þáttastjórnendunum Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel á óvart í vikunni, þegar þeir mættu fyrir hvorn annan í viðtal. Ferrell mætti til Kimmel í stað Reynolds og Reynolds mætti í stað Ferrell til Fallon. Bíó og sjónvarp 12. nóvember 2021 11:31
People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. Lífið 10. nóvember 2021 13:31
Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrirsætu Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn. Lífið 9. nóvember 2021 14:37
Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. Erlent 4. nóvember 2021 09:44
Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. Lífið 4. nóvember 2021 08:38
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Erlent 3. nóvember 2021 16:13
Kristen Stewart trúlofuð Leikkonan Kristen Stewart er á leið upp að altarinu. Hún tilkynnti í viðtali í þætti hjá Howard Stern í gær að hún væri að fara að giftast Dylan Meyer. Lífið 3. nóvember 2021 12:30
Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood „Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun. Lífið 2. nóvember 2021 15:40
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. Lífið 2. nóvember 2021 07:48
Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. Erlent 30. október 2021 22:48
Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Erlent 29. október 2021 16:31
Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. Erlent 29. október 2021 12:44
Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. Lífið 29. október 2021 08:16
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Erlent 28. október 2021 08:02
Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. Erlent 27. október 2021 15:30
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. Erlent 27. október 2021 08:20