Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. Lífið 6. júlí 2021 08:08
Richard Donner er látinn Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2021 21:05
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. Lífið 2. júlí 2021 07:14
Amber Heard eignaðist dóttur Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar. Lífið 1. júlí 2021 23:26
Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. Lífið 1. júlí 2021 11:34
Cosby kominn heim Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld. Erlent 30. júní 2021 22:45
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. Erlent 30. júní 2021 17:14
Samsæriskenningin sem reyndist sönn „Þetta var bara bomba,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur um vitnisburð söngkonunnar Britney Spears fyrir helgi. Elva Björg heldur úti hlaðvarpinu Poppsálin og fór hún yfir Britney málið í Bítinu á Bylgjunni í dag. Lífið 28. júní 2021 12:30
Cardi B beraði blómlega bumbuna á BET-verðlaununum Tónlistarkonan Cardi B uppljóstraði um lítið leyndarmál á BET-verðlaunahátíðinni í gær, þar sem kom hún fram á sviði í svörtum glamúrgalla með hálfbera og blómlega bumbuna út í loftið. Lífið 28. júní 2021 08:38
Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. Lífið 27. júní 2021 12:45
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. Lífið 25. júní 2021 08:48
Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. Lífið 24. júní 2021 07:13
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. Lífið 23. júní 2021 22:19
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. Lífið 23. júní 2021 12:31
Chris Brown sakaður um að hafa barið konu Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur verið sakaður um að berja konu eftir að þau rifust í Los Angeles á dögunum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Brown er sakaður um slíkan verknað en hann var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Lífið 23. júní 2021 11:24
Billie Eilish biðst afsökunar á rasískum ummælum Söngkonan Billie Eilish hefur beðist afsökunar á myndbandi sem nú er í dreifingu af henni. Á samfélagsmiðlum hefur fólk sakað hana um kynþáttafordóma gagnvart fólki frá Asíu vegna þessa myndbands. Lífið 22. júní 2021 16:01
Bolt á núna Þrumu og Eldingu Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar, og kona hans Kasi Bennett greindu frá því á samfélagsmiðlum að þau hefðu eignast tvíbura. Sport 22. júní 2021 12:31
Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. Bíó og sjónvarp 21. júní 2021 19:30
Tökur byrjaðar fyrir Beðmál í borginni Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis eru mættar á tökustað nýrrar seríu Beðmáls í borginni, eða Sex and the City. Þær lásu í gegn um handritið að fyrsta þættinum ásamt samleikurum sínum. Bíó og sjónvarp 12. júní 2021 09:49
Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni „Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF. Lífið 10. júní 2021 11:31
Kanye West eyddi afmælinu með Irinu Shayk Kanye West hélt upp á 44 ára afmælið sitt á þriðjudag ásamt hópi fólks í Frakklandi. Með honum var rússneska fyrirsætan Irena Shayk. Lífið 10. júní 2021 11:00
Chris Harrison hættur í The Bachelor Chris Harrison er hættur sem stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor en hann hefur stýrt þáttunum allt frá fyrsta þætti sem kom út árið 2002. Bíó og sjónvarp 8. júní 2021 15:32
„Síðasta faðmlag kvöldsins“ Leikarinn David Schwimmer hefur birt nokkrar myndir frá Friends endurfundunum á Instagram. Mynd sem hann birti af sér með leikkonunni Jennifer Aniston vakti þar sérstaka athygli aðdáenda þáttanna. Lífið 8. júní 2021 12:31
Hafa slitið trúlofuninni Enski söngvarinn Liam Payne og bandaríska fyrirsætan Maya Henry hafa slitið trúlofun sinni. Lífið 7. júní 2021 14:34
Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. Lífið 7. júní 2021 10:01
Nýtt lag og myndband frá Billie Eilish Söngkonan Billie Eilish gaf í gær út lagið Lost Cause. Í tónlistarmyndbandinu dansar hún í heimahúsi með nokkrum vinkonum. Lífið 3. júní 2021 08:30
Matthew Perry slítur trúlofuninni Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People. Lífið 2. júní 2021 10:16
Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. Lífið 28. maí 2021 12:30
Brad Pitt fær sameiginlegt forræði yfir börnunum Úrskurðað hefur verið í forræðisdeilu Brad Pitt og Angelinu Jolie. Lífið 26. maí 2021 20:14
Orlando Bloom og Mark Burnett nutu sín í þyrluskíðaferð á Tröllaskaga Leikarinn Orlando Bloom og sjónvarpsframleiðandinn Mark Burnett skelltu sér í þyrluskíðaferð á Tröllaskaga um helgina. Lífið 26. maí 2021 16:14