„Guðfaðir glímunnar“ sem kenndi bæði Bruce Lee og Chuck Norris er allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 23:38 Gene LeBell ásamt Sylvester Stallone við gerð myndarinnar Lock Up frá 1989 Skjáskot Áhættuleikarinn og júdómeistarinn Gene LeBell, sem var gjarnan kallaður „Guðfaðir glímunnar“ og kenndi bæði Chuck Norris og Bruce Lee, er látinn 89 ára að aldri. Ásamt því að keppa í júdói og bandarískri glímu lék LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund myndum. Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig. Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig.
Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira