Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Með sjö í þremur: „Kannski margir sem af­skrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“

Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már fann neistann

At­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Rúnar Már S. Sigur­jóns­son. Ætlar að láta til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hann fann að neistinn var til staðar til að snúa aftur heim í ís­lenska boltann. Hann er ekki mættur hingað til lands í frí og hefur skrifað undir samning við ÍA. Tíðindi sem var lengi beðið eftir en það var góð og gild á­stæða fyrir því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skúrkurinn endaði sem hetjan

Það er ó­hætt að segja að Hannah Sharts, banda­rískur mið­vörður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, hafi átt við­burða­ríkan leik gegn Kefla­vík á dögunum. Eftir að hafa gerst sek um ó­venju­leg mis­tök í fyrri hálf­leik steig hún upp og bætti upp fyrir þau með hreint út sagt mögnuðum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH fékk tvær sektir frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni

Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn