Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Viðskipti innlent 19. september 2019 18:07
Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga að leita upplýsinga hjá Icelandair Group um stöðu félagsins en að láta ógætileg ummæli falla að mati forstjóra Icelandair. Viðskipti innlent 19. september 2019 16:48
Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Viðskipti innlent 19. september 2019 12:00
Origo kaupir BusTravel IT Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt BusTravel IT, sem sérhæfir sig í að þróa umsjónarlausnir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Viðskipti innlent 19. september 2019 09:51
Skráning á markað orðin fýsilegri Samdráttur í lánveitingum og íbúðafjárfestingu getur beint fjármagni inn á hlutabréfamarkað. Þannig verður skráning á markað fýsilegur kostur fyrir smærri fyrirtæki. Ísland að verða eina Norðurlandaþjóðin sem hefur ekki tekið upp svokallaða sparifjárreikninga. Viðskipti innlent 19. september 2019 06:45
Fljúgandi fuglahræður gefa góða raun á Norðurgarði Fuglahræðurnar eiga að líkjast fálka en fyrirmyndin var sótt til Danmerkur. Innlent 18. september 2019 12:15
Reglur um kaupauka hygla stóru viðskiptabönkunum Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance telur ekki ástæðu til að takmarka kaupaukagreiðslur verðbréfafyrirtækja og viðskiptabanka með sama hætti. Fyrirhugað frumvarp um kaupaukagreiðslur gangi lengra en efni standi til. Viðskipti innlent 18. september 2019 07:45
Skeljungur kaupir allt hlutafé í skuldsettum eiganda Kvikk og 10-11 á 30 milljónir Olíufélagið Skeljungur hefur keypt allt hlutafé í Basko ehf sem rekur verslanir 10-11 og Kvikk á bensínstöðvum Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar. Viðskipti innlent 17. september 2019 16:25
Vandinn ekki krónan heldur kvaðir á banka Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion, segir fjármögnun fyrirtækja eiga eftir að færast á skuldabréfamarkaðinn. Bankarnir ekki samkeppnisfærir. Stjórnvalda að svara hvort skoða eigi sameiningar. Viðskipti innlent 11. september 2019 09:00
Samdráttur hjá Iceland Travel Tekjur Iceland Travel, dótturfélags Icelandair og einnar stærstu ferðaskrifstofu landsins, drógust saman um tæp 16 prósent á milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Viðskipti innlent 11. september 2019 09:00
Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Viðskipti innlent 11. september 2019 08:45
Einn af stofnendum Brauðs & Co selur hlut sinn í fyrirtækinu Bakarinn Ágúst Einþórsson hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu Brauð & Co sem hann stofnaði fyrir nokkrum árum ásamt þeim Birgi Þór Bieltvedt og Þóri Snæ Sigurjónssyni. Viðskipti innlent 11. september 2019 08:40
Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. Viðskipti innlent 11. september 2019 08:00
Sjóður Stefnis kaupir í Men&Mice SÍA III getur stutt við fyrirtækið í vaxtarfasa. Men&Mice starfar á markaði sem vex 10-20 prósent á ári. Fjárfestingarsjóðir í rekstri bankanna hafa hingað til einkum fjárfest í rótgrónari rekstrarfélögum. Viðskipti innlent 11. september 2019 07:45
H&M setur þrýsting á leigusalana H&M hefur farið fram á við leigusala erlendis að sett verði ákvæði í leigusamninga um að vöruskil til verslana lækki veltutengdar leigugreiðslur. Verslanakeðjan hefur ekki krafist þess af íslensku fasteignafélögunum. Viðskipti erlent 11. september 2019 07:30
Fjárfest í hagvexti framtíðar Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Skoðun 11. september 2019 07:00
Eigendastefna ríkisins Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Skoðun 11. september 2019 07:00
Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. Viðskipti innlent 9. september 2019 09:08
Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnir Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif. Viðskipti innlent 6. september 2019 14:47
Hinir lifandi dauðu: Geta rótgróin fyrirtæki lært nýsköpun? Eftir að hafa rætt við yfir fimmtíu fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum, gefa niðurstöður nýjustu rannsóknar okkar tilefni til umhugsunar. Skoðun 6. september 2019 09:44
Forstjóri Kauphallarinnar í nýtt starf hjá Nasdaq Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). Viðskipti innlent 6. september 2019 09:07
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 4. september 2019 11:23
Þurftu að millilenda í Dublin vegna veikinda farþega Fluginu frá Alicante til Keflavíkur seinkaði um þrjá og hálfan tíma . Innlent 4. september 2019 09:58
Félag Heiðars tapaði 800 milljónum Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Viðskipti innlent 4. september 2019 07:00
Icelandair rær á önnur auglýsingamið Icelandair hefur ákveðið að slíta þriggja áratuga samstarfi sínu við Íslensku auglýsingastofuna. Viðskipti innlent 3. september 2019 16:08
Heiðar keypti fyrir 56 milljónir í Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, keypti í morgun hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tæplega 56 milljónir króna. Viðskipti innlent 2. september 2019 14:50
Uppsagnir á auglýsingastofunni Brandenburg Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. Viðskipti innlent 2. september 2019 11:51
Kaupir Merkismenn Fjölprent hefur keypt Merkismenn og hefur sameinað starfsemi fyrirtækjanna undir sínu nafni. Viðskipti innlent 2. september 2019 11:19
Aldrei upplifað hraðari lendingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Innlent 2. september 2019 10:35
Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. Innlent 2. september 2019 09:18