Storebrand fær leyfi ráðuneytis
Norska tryggingafélagið Storebrand hefur fengi leyfi frá norska fjármálaráðuneytinu til að taka yfir SPP, sem er sænskt líftryggingafélag í eigu Handelsbanken. Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með tæp þrjátíu prósent í félaginu.