Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Fyrir­ætlanir ESB setji stöðu Ís­lands í hættu

Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Agnar kemur inn í stjórn Ís­lands­banka sem full­trúi Banka­sýslunnar

Agnar Tómas Möller, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri skuldabréfa hjá Kviku eignastýringu, kemur nýr inn í stjórn Íslandsbankabanka en bankinn á núna í viðræðum um samruna við Kviku. Er hann tilnefndur af Bankasýslunni, sem heldur utan um 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, en stofnunin fer núna með þrjá stjórnarmenn í stað fjögurra áður.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti er­lendi fjár­festirinn selur í ISB fyrir nærri þrjá milljarða

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem hefur verið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Íslandsbanka frá skráningu á markað sumarið 2021, hefur minnkað hlut sinn í bankanum um meira en fimmtung í þessum mánuði. Sala félagsins kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku.

Innherji
Fréttamynd

Eignastýring á umrótatímum

Við fögnum nýju ári 2023 og kveðjum versta ár á fjármálamörkuðum í áratugi. Staðan í heiminum er þó sú að enn geysar stríð í Úkraínu, landfræðileg áhætta hefur aukist, verðbólgu er mikil og vextir hækka hraðar en nokkru sinni fyrr.

Umræðan
Fréttamynd

Milljónasti farþeginn fær að fljúga frítt út ævina

Play flutti í morgun milljónasta farþegann en sá fær að fljúga ókeypis með flugfélaginu út ævina. Hinn heppni heitir Ikechi Chima Apakama og er 32 ára gamall Breti. Hann kom hingað til lands frá Liverpool í morgun með tveimur vinum sínum.

Lífið
Fréttamynd

For­stjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verð­miði Fossa sé of hár

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna.

Innherji
Fréttamynd

Hækkar vexti vegna stýri­vaxta­hækkana Seðla­bankans

Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku.

Neytendur
Fréttamynd

Skiptir stærðin máli?

Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera almenningshlutafélög. En stærð og kostnaður eru yfirleitt ekki sá þröskuldur sem af er látið.

Umræðan
Fréttamynd

Stjórn Marel vill skerpa á lang­tíma­hvötum stjórn­enda

Stjórn Marel mun leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins sem miðar að því að breyta langtímahvatakerfi félagsins úr kaupréttum í svokölluð frammistöðutengd hlutabréf sem eru háð því að fyrir fram skilgreindum markmiðum sé náð. Með breytingunni vill stjórnin skapa betra jafnvægi milli skammtíma- og langtímahvata, auk þess að færast nær alþjóðlegum viðmum.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech orðið ein stærsta eignin hjá helstu hluta­bréfa­sjóðum landsins

Vægi Alvotech í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins hefur aukist verulega á fáum vikum samtímis miklum verðhækkunum á gengi bréfa íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins og þátttöku sjóðanna í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Úttekt Innherja sýnir að félagið er orðið stærsta eða næststærsta eignin hjá meirihluta sjóðanna.

Innherji
Fréttamynd

Kvika muni sjá til lands í sam­runa­við­ræðum við Ís­lands­banka „fyrr en seinna“

Hagnaður Kviku á fjórða ársfjórðungi eftir skatt minnkaði um rúmlega milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og nam 1.613 milljónum sem skilaði sér í arðsemi á efnislegt eigið fé upp á 15,3 prósent. Afkoman litaðist af einskiptiskostnaði en forstjóri Kviku segir rekstur fjórðungsins hafa verið þann besta á liðnu ári og hann býst við að niðurstaða muni fást í viðræðum bankans um mögulegan samruna við Íslandsbanka innan ekki of langs tíma.

Innherji
Fréttamynd

Rekstrar­hagnaður Sýnar tvö­faldast og spáð enn meiri af­komu­bata í ár

Rekstrarhagnaður Sýnar á fjórða ársfjórðungi nam 383 milljónum á sama tíma og félagið gjaldfærði einskiptiskostnað upp á 150 milljónir vegna hagræðingaraðgerða undir lok síðasta árs. Samkvæmt fyrstu afkomuspá sem Sýn hefur gefið út undanfarin ár þá er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins á árinu 2023 verði á bilinu 2,2 til 2,5 milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Að­drag­and­inn að kaup­um VÍS á Foss­um „var stutt­ur“

VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Play tapaði 6,5 milljörðum króna

Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 

Viðskipti innlent