Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns

Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Ásta ráðin for­stjóri Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða

Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“

Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur

Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Þór ráðgjafi við úttekt á sölunni á Íslandsbanka

Jón Þór Sturluson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sérstakur ráðgjafi Ríkisendurskoðunar við vinnu stofnunarinnar að stjórnsýsluúttekt á sölu ríkissjóðs á 22,5 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka í útboði til fagfjárfesta í mars á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Fátt um svör eftir margra ára töf á upp­byggingu í Vestur­bugt

Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka.

Innlent
Fréttamynd

Eignir í stýringu Akta lækka um þriðjung, miklar innlausnir í stærstu sjóðunum

Mikill samdráttur einkenndi rekstur og afkomu sjóðastýringarfyrirtækisins Akta, sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma, á fyrri helmingi þessa árs samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Akta hagnaðist aðeins um 2,5 milljónir, borið saman við 1,3 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári, og margra milljarða króna útflæði var úr helstu fjárfestingarsjóðum í stýringu félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir

Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Halla ráðin yfirmaður eignastýringar LSR

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, samkvæmt heimildum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Mountain Dew í dósum snýr aftur

Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festa­kynning gaf eftir­litinu á­stæðu til í­hlutunar

Samkeppniseftirlitið telur að matarpakkafélagið Eldum rétt sé mögulegur keppinautur Haga á dagvörumarkaði og sömuleiðis að Hagar séu mögulegur keppinautur á markaðinum fyrir samsetta matarpakka. Þessi ályktun, sem helgast meðal annars af atriðum í fjárfestakynningu frá því í október 2021, kemur fram í frummati Samkeppniseftirlitsins á samruna fyrirtækjanna tveggja. 

Innherji