Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 20:38 Verulega hefur gustað um Marel undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér. Marel Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Teleios, sem er stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marel með 3,3 prósenta hlut, gagnrýndi stjórnina fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og sagði vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris Invest valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Innherji fjallaði ítarlega um efni bréfs Teleios í dag. Þar sagði meðal annars að til að takast á við ofangreinda annmarka og uppfylla umboðsskyldu sína gagnvart öllum hluthöfum verði stjórnin að hefja virkt, formfast og óháða stefnumótandi endurskoðun á næsta ári, til að meta alla kosti þess að ráðast í sameiningu eða sölu á fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá stjórn Marels segir að stjórnin hafi móttekið bréf Teleios. Til þess að hámarka virði félagsins meti stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna feli í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði. Fagna samtalinu Stjórnin fagni opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hafi átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og muni halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins. Samhliða framangreindu mati muni stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT, sem birtist 24. nóvember 2023, beri með sér.
Marel Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira