Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu

Miðherjinn öflugi, Tryggvi Snær Hlinason, vann annan sigurinn á Ítalíu á rúmri viku þegar Bilbao Basket lagði Sassari, 89-91, í fyrsta leik sínum í L-riðli á öðru stigi Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Kol­brún: Ég var ekki að fara að tapa í dag

Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá var Kolbrún María Ármannsdóttir maður leiksins í sigri Stjörnunnar á Grindavík í kvöld. Hún böðlaðist áfram á annarri löppinni í lok leiksins og dró liðið sitt til sigurs.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar ró­legur í tapi í Tyrk­landi

Gríska körfuboltaliðið Maroussi, sem Elvar Már Friðriksson leikur með, tapaði fyrir Tofas Bursa frá Tyrklandi, 96-83, í fyrsta leik sínum í K-riðli á öðru stigi Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Maté hættir með Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka og Maté Dalmay, þjálfari liðsins, hafa komist að samkomulagi um að Maté muni hætta störfum sem þjálfari liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við viljum að þetta verði ævin­týri“

Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik.

Körfubolti