Umfjöllun: Spánn - Ísland 87-57 | Íslenska liðið lenti á vegg í hæsta garðinum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi þegar liðið sótti ríkjandi heimsmeistara, Spán heim, í fyrstu umferð í seinna stigi undankeppni HM. Körfubolti 24. ágúst 2022 21:00
Fá króatískan ÍR-ing og Búlgara Körfuknattleiksdeild Keflavíkur tilkynnti í dag um liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins sem leika í Subway-deildunum í vetur. Körfubolti 24. ágúst 2022 14:30
Án Jóns Axels gegn heimsmeisturunum í kvöld Íslenska landsliðið í körfubolta verður án tveggja fastamanna þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Spánar á útivelli í undankeppni HM. Körfubolti 24. ágúst 2022 12:31
Litháískur reynslubolti til liðs við Grindavík á nýjan leik Grindavík hefur samið við litháíska reynsluboltann Valdas Vasylius um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 23. ágúst 2022 17:46
Aldrei búið á Spáni og fyrirliðinn vildi hann ekki en gæti mætt Íslandi á morgun NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Lorenzo Brown talar ekki spænsku og hefur aldrei búið á Spáni en hann er samt í spænska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga við Ísland á morgun í undankeppni HM. Körfubolti 23. ágúst 2022 14:30
LeBron James með djásn í tönnum Körfuboltastjarnan LeBron James var langt frá því að fá að handleika meistaraverðlaun á síðustu leiktíð í NBA-deildinni en hann hefur nú fengið sér annars konar skartgrip. Körfubolti 23. ágúst 2022 07:31
Pavel yfirgefur Íslandsmeistarana Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, hefur staðfest að hann muni ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla. Körfubolti 22. ágúst 2022 23:16
Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. Körfubolti 22. ágúst 2022 16:16
Drengirnir lentu í 5. sæti á Evrópumótinu Landslið drengja í körfubolta, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, fagnaði sigri gegn Bosníu í leik um fimmta sæti á B-deildar Evrópumóti sem fram fór í Búlgaríu. Körfubolti 20. ágúst 2022 14:00
„Myndi aldrei gera þetta nema með fullum stuðningi frá eiginkonu og börnum“ Logi Gunnarsson, fyrirliði körfuboltaliðs Njarðvíkur, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Logi hóf meistaraflokksferil sinn hjá Njarðvík fyrir 25 árum síðan og hefur leikið samfellt með félaginu síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013. Körfubolti 20. ágúst 2022 07:01
Einn nýliði í hópnum gegn Spáni og Úkraínu Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 leikmenn og einn varamann fyrir komandi leiki við Spán og Úkraínu í undankeppni HM. Körfubolti 19. ágúst 2022 16:12
LeBron skrifar undir sögulegan samning hjá Lakers Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA. Körfubolti 18. ágúst 2022 10:31
Hafþór, Anníe og Eiður með hæstu tekjurnar Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir eru það íþróttafólk sem hafði langhæstar tekjur á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag. Sport 18. ágúst 2022 10:00
Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. Körfubolti 18. ágúst 2022 07:30
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. Körfubolti 17. ágúst 2022 19:00
Þórir Guðmundur færir sig yfir til Spánar Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við Oviedo um að leika með liðinu í spænsku B-deildinni á komandi leiktíð. Körfubolti 16. ágúst 2022 17:46
208 sentimetra grískur miðherji til Grindavíkur Grindvíkingar hafa styrkt sig undir körfunni fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta en liðið hefur samið við gríska miðherjann Gaios „Guy“ Skordilis. Körfubolti 16. ágúst 2022 15:23
Ólympíufari og stoðsendingakóngur til Njarðvíkur Íranski bakvörðurinn Philip Jalalpoor mun spila með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Körfubolti 16. ágúst 2022 15:13
Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn. Körfubolti 15. ágúst 2022 14:30
Treyja Jordan til sölu á 700 milljónir Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 er á leið á uppboð en markaðsvirði hennar gæti náð allt að 5 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Körfubolti 13. ágúst 2022 11:30
NBA-stjörnur fóru illa með mömmu sína og son í körfuboltasalnum NBA-stjörnurnar Jayson Tatum og Royce O'Neale sýna engan miskunn á körfuboltavellinum og skiptir þar engu þótt þeir séu að leika sér með móður sinni eða syni. Körfubolti 12. ágúst 2022 15:31
Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. Körfubolti 12. ágúst 2022 07:00
Elvar Már semur við litáísku meistarana Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur gengið frá samningi við litáísku meistarana Rytas Vilnius um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Elvar var kjörinn leikmaður ársins í Litáen á þarsíðustu leiktíð. Körfubolti 11. ágúst 2022 13:01
Durant orðinn örvæntingarfullur og setur Brooklyn afarkosti: Þjálfarinn eða ég Kevin Durant vill ólmur komast frá Brooklyn Nets og hefur gripið til ansi örvæntingafullrar leiðar til að sú ósk hans rætist. Körfubolti 9. ágúst 2022 15:01
Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Körfubolti 9. ágúst 2022 11:31
Hvað ef Shawn Kemp hefði spilað handbolta á Ólympíuleikunum? Hvað ef ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar hefði spilað með bandaríska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996? Það virðist ekki hafa verið jafn fjarlægt og það virðist við fyrstu sýn. Handbolti 9. ágúst 2022 10:00
Almar Orri í úrvalsliði Evrópumóts landsliða 18 ára og yngri Ísland stóð sig frábærlega í B-deild Evrópumóts undir 18 ára en mótið hefur farið fram í Rúmeníu undanfarna daga. Körfubolti 8. ágúst 2022 15:55
Giannis spilar með þremur bræðrum sínum í gríska landsliðinu á EM Það verður nóg af Antetokounmpo á treyjum gríska körfuboltalandsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta í næsta mánuði. Körfubolti 8. ágúst 2022 14:02
Gaf körfuboltakonunni blóm í miðjum leik Körfuboltagoðsögnin Sue Bird er að kveðja WNBA-deildina í haust og í gær lék hún síðasta heimaleik í deildarkeppni með Seattle Storm liðinu. Körfubolti 8. ágúst 2022 13:30
Helena lengur í landsliðinu heldur en liðsfélagar hennar hafa lifað Helena Sverrisdóttir lék á ný með íslenska kvennalandsliðinu í æfingarlandsleikjum í Finnlandi um helgina og er fyrir vikið sú sem á nú lengsta landsliðsferilinn. Körfubolti 8. ágúst 2022 12:31