„Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 12:30 Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Vísir/Hulda Margrét Frammistaða Grindvíkinga gegn Þór í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, segir að liðið geti farið alla leið. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira