
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 86 - 75 | Valsarar slökktu í sjóðandi heitum Þórsurum
Valur gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar með 11 stiga mun í Subway-deild karla, 86-75. Mikilvægur sigur fyrir heimaliðið en meistararnir voru á góðu skriði fyrir leik kvöldsins og höfðu unnið sex leiki í röð.