Pyros studios sem færðu manni Commandos seríuna eru nú komnir í napóleons tímann sem einkenndist af styrjöldum, pólitík og eilífu valdatafli. Leikurinn er háður á tímabilinu 1789-1830 og hefst við fæðingu stjórnarbyltinguna sem skildi Evrópu eftir á tímamótum.
Imperial Glory býður spilaranum uppá að stjórna 5 veldum þess tíma. Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Prússlandi og Rússlandi.
Öll veldin eru með sínar sérstöður og sína eigin tækni en eru einnig ólík landfræðilega séð og efnahagslega. Til að mynda nýtur Stóra Bretland þess að hafa haf sér til verndunar gegn innrásum og Rússland ótrúlegt landflæmi.