Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Opnar á að út­vista lofts­lags­mark­miðum Evrópu enn frekar

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eru Ís­lendingar feigir? Olíu­vinnsla!

Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn.

Skoðun
Fréttamynd

Segir lítið til í orðum ráð­herra

Fyrrverandi sviðstjóri hjá Mannviti segir lítið til í orðum umhverfis og orkuráðherra um að sérleyfum fyrir olíuleit og vinnslu hafi verið skilað vegna þess að litlar líkur hafi verið taldar á olíufundi. Hann segir að aðeins síðasta skrefið hafi verið eftir áður en pólitík í Noregi og fjárhagskraggar hjá kínversku félagi spillti fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Leitin skili tekjum í ríkis­sjóð þó það finnist ekki olía

Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópa sein með nýtt lofts­lags­mark­mið vegna óeiningar

Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera.

Erlent
Fréttamynd

Að taka til í orku­málum

Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið situr á þúsundum hektara af fram­ræstu vot­lendi

Töluverðir möguleikar eru til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum þar sem ríkið situr á þúsundum hektara framræsts lands. Ekkert votlendi hefur verið endurheimt síðustu ár þrátt fyrir að framræst land sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Um­hverfisþing 2025

Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuld­bindingar

Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsflugvél reynd í á­ætlunar­flugi í Noregi

Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Sam­starf um lofts­lags­mál og grænar lausnir

Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag.

Skoðun