Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Innlent 4. júní 2025 15:05
Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. Innlent 4. júní 2025 11:55
Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu. Innlent 4. júní 2025 11:27
Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um tæp 15 prósent á tímabilinu frá janúar til mars samanborið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs bárust alls 316 tilkynningar um heimilisofbeldi. Innlent 4. júní 2025 09:15
Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. Innlent 4. júní 2025 08:47
Gæsluvarðhald framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu á þrítugsaldri, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 1. júlí, á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 3. júní 2025 14:30
„Ekki hægt að segja annað en fyrirgefið“ Þríeykið að baki útvarpsþættinum FM95Blö segist harma innilega að fólk hafi slasast á tónleikum sem haldnir voru í þeirra nafni. Þeir segjast ekki hafa viljað ræða við fjölmiðla strax þar sem þeir hafi ekki haft upplýsingar um nákvæmlega hvað hefði gerst. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þeirra sem birtist í dag. Innlent 3. júní 2025 13:23
Notkun rafbyssa í samræmi við markmið Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar. Innlent 3. júní 2025 12:01
„Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum“ Forsvarsmaður félagsins sem stóð að skipulagi umtalaðra tónleika FM95Blö á laugardag, þar sem mikill troðningur skapaðist á tímabili og einhverjir slösuðust, segir engan hafa getað séð fyrir það sem gerðist á tónleikunum. Hann leggur áherslu á að þríeykið í FM95Blö hafi ekki komið að framkvæmd og skipulagi heldur markaðsmálum og undirbúningi. Innlent 3. júní 2025 11:36
Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. Innlent 3. júní 2025 11:24
Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. Innlent 3. júní 2025 08:46
Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Lögreglufulltrúi í Reykjavík segir umdeilda varðturna sem komið hefur verið upp við Hallgrímskirkju og neðst á Skólavörðustíg virðast skila tilætluðum árangri. Tilkynningum um vasaþjófnað í grennd við turnana hafi snarfækkað. Unnið er að því að gera turnana eilítið huggulegri. Innlent 3. júní 2025 07:01
Flutt á sjúkrahús eftir bílslys á Háaleitisbraut Bílslys varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar rétt eftir klukkan fjögur. Nokkrir einstaklingar hafa verið fluttir upp á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 2. júní 2025 16:44
Útskrifaður samdægurs eftir hnífaárás á Húsavík Maður sem hlaut áverka eftir að hnífi var beitt í heimahúsi á Húsavík síðastliðna þriðjudagsnótt var útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs. Innlent 2. júní 2025 15:31
Í haldi grunaður um að hafa valdið alvarlegum áverkum Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til og með fjórða júní vegna líkamsárásar sem framin var um helgina. Brotaþoli liggur þungt haldinn eftir árásina. Innlent 2. júní 2025 14:42
Verða boðaðir á fund lögreglu Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. Innlent 2. júní 2025 12:06
„Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. Innlent 2. júní 2025 09:32
Ókunnugur næturgestur á Patreksfirði Lögreglunni á Vestfjörðum barst á laugardagsmorgun tilkynning um sofandi ókunnugan mann í húsi í bænum. Sá gat ekki gefið góðar skýringar á því hvað hann var að gera í húsinu en var honum hjálpað á sinn rétta dvalarstað. Innlent 2. júní 2025 06:38
„Beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast“ Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu. Innlent 1. júní 2025 20:47
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. Innlent 1. júní 2025 12:39
Þrír fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95BLÖ Þrír einstaklingar voru fluttir á bráðamóttökuna vegna troðnings á tónleikum á vegum FM95BLÖ í Laugardalshöll. Mikill fjöldi sótti tónleikana í kvöld. Innlent 1. júní 2025 00:19
Liggur þungt haldinn eftir stórfellda líkamsárás í Hlíðunum Lögreglunni á höfðuborgarsvæðinu barst tilkynning um stórfellda líkamsárás. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús og er sagður liggja þungt haldinn á bráðamóttöku. Einn einstaklingur hefur verið handtekinn. Innlent 31. maí 2025 17:27
Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift. Innlent 31. maí 2025 15:02
„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. Innlent 31. maí 2025 11:34
Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. Innlent 31. maí 2025 07:13
Hinn látni erlendur ríkisborgari á þrítugsaldri Karlmaðurinn sem fannst látinn í sjónum út af Örfirisey eftir hádegi í dag er talinn vera sami maður og leitað hefur verið að frá því síðdegis í gær. Maðurinn var erlendur ríkisborgari á þrítugsaldri. Innlent 30. maí 2025 22:23
Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Innlent 30. maí 2025 20:41
Lögðu hald á nokkuð magn fíkniefna og hnífa Lögreglan á Norðurlandi vestra naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á bæ nálægt Skagaströnd í gær. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna og hnífa í tengslum við málið. Innlent 30. maí 2025 19:46
Mætti með steikarhníf á leikskóla Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Grafarholti í dag en hann kom inn á leikskóla með stóran steikarhníf á sér. Maðurinn ógnaði engum með hnífnum en var hann sökum ástands vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að taka af honum skýrslu. Innlent 30. maí 2025 18:46
Margra kílómetra bílaröð eftir árekstur á Vesturlandsvegi Árekstur varð á Vesturlandsvegi á fjórða tímanum í dag. Umferð um veginn í báðar áttir var lokað um tíma en opnað hefur verið fyrir umferð í suðurátt. Bílaröðin teygir sig marga kílómetra í suður. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 30. maí 2025 16:52