Jürgen Klopp missti sig við fjórða dómarann Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Borussia Dortmund, missti algjörlega stjórn á skapi sínu er Napoli skoraði gegn liðinu í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 19. september 2013 23:15
Mourinho um tapið á móti Basel: Ég er ekki neinu sjokki Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, byrjaði ekki vel í endurkomu sinni í Meistaradeildina með Chelsea-liðinu því hans menn töpuðu 1-2 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 22:04
Wenger: Reynsla og þolinmæði skiluðu þessum sigri Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður eftir 2-1 útisigur á Marseille í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Marseille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fótbolti 18. september 2013 21:50
Basel fór með öll stigin af Brúnni Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho. Fótbolti 18. september 2013 18:30
Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic. Fótbolti 18. september 2013 18:30
Messi með þrennu í 4-0 sigri á Ajax - Kolbeinn klúðraði víti Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0. Fótbolti 18. september 2013 18:15
Ramsey skorar enn - Arsenal vann í Marseille Theo Walcott og Aaron Ramsey tryggðu Arsenal 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta var frábær sigur fyrir lærisveina Arsene Wenger. Fótbolti 18. september 2013 18:15
Xavi jafnreynslumikill og lið Ajax samanlagt Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja Barcelona heim á Nývang í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 14:00
Rooney pirraður á spurningum blaðamanns "Heyrðu, ég er bara að einbeita mér að fótboltanum eins og ég hef gert í allt sumar,“ sagði Wayne Rooney eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Enski boltinn 18. september 2013 13:00
Oscar og Lampard byrja í kvöld Það eru allir leikmenn Chelsea klárir í slaginn fyrir leik liðsins gegn svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 08:00
Kolbeinn og félagar mæta í sögulegan leik í Barcelona Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax hefja leik í Meistaradeildinni í kvöld. Verkefni kvöldsins er ekki af auðveldari gerðinni fyrir Ajax því liðið heimsækir Barcelona á Nývang. Fótbolti 18. september 2013 07:30
Aðeins þrír hafa skorað fleiri mörk fyrir Manchester United Wayne Rooney varð í kvöld aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að skora tvö hundruð mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Rooney skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Old Trafford. Enski boltinn 17. september 2013 22:34
Moyes: Með ógnvekjandi framlínu ef þeir eru báðir að skora David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, vann í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar lið hans byrjaði riðlakeppni Meistaradeildarinnar á 4-2 heimasigri á Bayer Leverkusen. Fótbolti 17. september 2013 22:07
Dzeko: Sjáum vonandi hið rétta City-lið í Meistaradeildinni í ár Edin Dzeko skoraði fyrsta mark Manchester City í 3-0 útisigri liðsins á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann var ánægður með sigurinn. Fótbolti 17. september 2013 21:13
Rooney: Stoltur af því að hafa skorað 200 mörk fyrir Man. United Wayne Rooney var kátur eftir 4-2 sigur Manchester United á Bayer Leverkusen á Old Trafford í kvöld í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rooney skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í þessum góða sigri. Með þessum tveimur mörkum Rooney komst hann upp í tvö hundruð mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United. Fótbolti 17. september 2013 21:02
Þjálfari Barcelona missti föður sinn Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, missti föður sinn á dögunum en Argentínumaðurinn verður samt á bekknum þegar Barcelona tekur á móti Ajax í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 17. september 2013 18:45
Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi. Fótbolti 17. september 2013 18:15
Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Manchester City Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. City-liðinu tókst ekki að vinna í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni undanfarin tvö ár og sat í bæði skiptin eftir í riðlakeppninni. Fótbolti 17. september 2013 18:00
Ragnar og Rúrik náðu í stig á móti ítölsku meisturunum Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. september 2013 18:00
Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Fótbolti 17. september 2013 18:00
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta fer af stað í kvöld með fyrstu leikjum liðanna sem eru í riðlum A til D. Á morgun hefst síðan keppnin í hinum fjórum riðlunum. Fótbolti 17. september 2013 06:00
Hjörtur stýrir Meistaramörkunum Boltinn byrjar að rúlla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í vikunni. Leikið verður á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Fótbolti 15. september 2013 11:00
Abidal: Ég væri enn hjá Barca ef Guardiola hefði ekki farið Franski varnarmaðurinn Eric Abidal er viss um að væri enn að spila með Barcelona ef að Pep Guardiola hefði ekki hætt þjálfun liðsins sumarið 2012. Fótbolti 6. september 2013 22:15
„Hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið“ „Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Fótbolti 5. september 2013 11:12
Þór/KA fær að vita um mótherja sinn í dag Kvennalið Þór/KA verður í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta dag en Íslandsmeistaratitill norðankvenna í fyrra skilaði liðinu sæti í Meistaradeildinni. Íslenski boltinn 5. september 2013 09:27
Þór/KA gæti mætt Söru og Þóru Íslandsmeistararnir sumarið 2012, Þór/KA, verða í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á fimmtudaginn. Fótbolti 3. september 2013 17:45
Ribéry söng sigursöngva með stuðningsmönnunum í stúkunni Franck Ribéry var í aðalhlutverki í kvöld þegar Bayern München tryggði sér Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítakeppni. Ribéry skoraði annað marka Bayern í leiknum sjálfum og var síðan einn af fimm leikmönnum þýska liðsins sem skoruðu í vítakeppninni. Fótbolti 30. ágúst 2013 22:34
Mourinho: Betra liðið tapaði í kvöld Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var aðeins nokkrum sekúndum frá því að landa fyrsta titlinum í kvöld eftir að hann snéri aftur á Stamford Bridge þegar Chelsea tapaði í vítakeppni á móti Bayern München í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag. Fótbolti 30. ágúst 2013 22:25
Petr Cech: Þetta var grimmur endir Petr Cech og félagar hans í Chelsea voru sekúndum frá því að vinna Ofurbikar Evrópu í kvöld en urðu að lokum að sætta sig við tap fyrir Bayern München eftir vítakeppni. Bæjarar skoruðu jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu framlengingarinnar og unnu síðan vítakeppnina 5-4. Fótbolti 30. ágúst 2013 21:53
Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Fótbolti 30. ágúst 2013 20:45